is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33969

Titill: 
 • Rafrænar ferilbækur : lærdómssamfélag í skóla margbreytileikans
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hér er greint frá rannsókn á þróun rafrænna ferilbóka í kennslu með það að markmiði að stuðla að aukinni einstaklingsmiðun í kennslu rannsakanda í sjónlistum á unglingastigi. Stuðst var við hugmyndafræði lærdómssamfélagsins og myndaði rannsakandi lærdómssamfélag með eigin nemendum. Um er að ræða starfendarannsókn sem fram fór skólaárið 2017-2018 og beindist að kennsluháttum og starfsþróun þar sem endurtekin ígrundun varð til reglulegrar endurskoðunar á íhlutun rannsakanda. Leitast var við að svara tveimur rannsóknarspurningum; Hvernig má nota rafrænar ferilbækur til þess að auka einstaklingsmiðun í skóla margbreytileikans? Hvernig getur hugmyndafræði lærdómssamfélagsins nýst sem leið að þessu markmiði? Gagnaöflun fór fram í fimm megin þáttum; Í fyrsta lagi var um að ræða umræðuhópa með nemendum, í öðru lagi dagbókarskrif rannsakanda, í þriðja lagi rafræna könnun meðal nemenda, í fjórða lagi mat á rafrænum ferilbókum nemenda og í fimmta lagi rýnihópaviðtöl við úrtak nemenda. Úrvinnsla gagna fór fram jafnt og þétt og endurskoðuð áætlun var lögð fram reglulega. Niðurstöður benda til þess að rafrænar ferilbækur geta haft mikinn ávinning, bæði fyrir nemendur og kennara. Þær eru ein leið til þess að auka einstaklingsmiðun, veita utanumhald og stuðla að ígrundun ef markvissum námsstuðningi er beitt sem getur leitt til aukinnar námsvitundar. Lærdómssamfélagið var leið til þess að gefa nemendum eignarhald á eigin námi, stuðla að lýðræði og leyfa rödd þeirra að heyrast.
  Lykilhugtök; Skóli margbreytileikans (e. inclusive school), rafrænar ferilbækur (e. digital portfolios), lærdómssamfélag (e. professional learning communities), sjónlistir (e. visual arts), starfendarannsókn (e. action research).

 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation reports findings from a study where the researcher implements the use of digital portfolios in his own visual arts teaching among thirteen to fifteen year old students. The aim was to enhance inclusive teaching methods. The researcher used the methodology of a professional learning community (PLC) where she formed a learning community with her students. The study was an action research conducted during the school year of 2017–2018 where the researcher focused on developing his own teaching and support professional enhancement with continuous reflection on the intervention. There were two research questions: How can digital portfolios support inclusion. How can the ideology of a professional learning community be leveraged to reach that goal? Data was collected in five different ways, discussion groups between the researcher and the students, the researcher’s journal, an anonymous survey that the students answered, evaluation of the students’ digital portfolios and focus groups among a sample of students in each year. The data was processed steadily and the intervention revised on a regular basis. The results indicate the that digital portfolios can have multiple benefits, both for students and teachers. They are one way to enhance inclusion, manage learning and encourage reflection if systematic scaffolding is provided, which can lead to increased metacognition. The professional learning community was a way to ensure students ownership of their learning, encourage democracy and let the students’ voice be heard.
  Key concepts; Inclusive school, digital portfolios, professional learning communities, visual arts, action research.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafrænar ferilbækur. Lærdómssamfélag í skóla margbreytileikans.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna