Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33972
Laxalús, Lepeophtheirus salmonis og grálús Caligus elongatus, eru náttúruleg sníkjudýr á laxfiskum í sjó. Lýsnar nærast á slímhúð, roði og blóði fiskanna og valda þannig streitu hjá þeim. Þær geta einar og sér valdið dauða fiska séu þær í miklum mæli en geta auk þess borið með sér aðra sýkla. Rannsóknir sýna að á svæðum þar sem eldi laxfiska í sjókvíum er stundað eru villtir laxfiskar meira smitaðir af sjávarlús, einna helst laxalús, heldur en svæðum án eldis. Eldi á laxi (Salmo salar) í sjó er nýleg atvinnugrein á Íslandi og því mikilvægt að afla þekkingar um sjávarlýs á villtum laxfiskum. Lúsasmit var kannað á villtum laxfiskum í Arnarfirði árið 2014 og í Tálknfirði og Patreksfirði árið 2015. Laxeldi var stundað í öllum fjörðum sunnanverðra Vestfjarða árið 2017. Í þessu verkefni var lúsasmit villtra laxfiska, sjóbirtings (Salmo trutta) og sjóbleikju (Salvelinus alpinus), kannað í öllum fjörðum sunnanverðra Vestfjarða frá júní til september 2017 og niðurstöður bornar saman við lúsatalningar í kvíum á svæðinu, sem og fyrri athuganir á villtum laxfiskum. Niðurstöður sýna aukið smit villtra laxfiska á svæðinu og gefa vísbendingu um neikvæð áhrif á þessa stofna. Einnig kom í ljós að lúsategundirnar tvær virðast smita eldislaxa og villta sjóbirtinga á ólíkan hátt.
The sea lice species, Lepeophtheirus salmonis and Caligus elongatus are natural parasites on salmonid fishes. They feed on their mucus, skin and blood and by that induce stress responses in their hosts and sometimes carry pathogens that infect the host. If they infest in great numbers, they can kill the host. In areas with salmonid aquaculture in sea cages, wild salmonids tend to have more infestation of sea lice (mainly L. salmonis) than in areas without aquaculture. Farming of salmonids in sea cages is relatively new in Iceland. Thus, it is important to gather information on the infestation situation on wild salmonids, especially in the Westfjords where culture of salmon has been growing. Infestation on wild salmonids was examined in 2014 in Arnarfjörður and in Tálknafjörður and Patreksfjörður the following year. Atlantic salmon (Salmo salar) farming in sea cages was practiced in all fjords of the southern Westfjords in 2017. In the current study infestation of sea lice on wild salmonids, i.e. sea trout (Salmo trutta) and Arctic charr (Salvelinus alpinus), was examined in this area in 2017. Samples were taken of wild fish in three sampling from June to September and results compared to earlier findings, as well as with infestation of sea lice on salmon in sea cages in 2017. Results show an increase in infestation and indicate negative effects on wild populations. Comparing sea lice infestation on farmed salmon and wild sea trout, it is evident that the two species of sea lice infest the two species differently.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSc_EDJ_May_2019_Lokaútgáfa.pdf | 1,95 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |