Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33973
Mikill fjöldi ferðamanna er farinn að skipuleggja ferðir til áfangastaða í þeim megin tilgangi að sækja fræðslu. Fræðslu sem tengist sérstöðu staðarins og samfélagsins, eða fellur að áhugamálum viðkomandi. Fjarlægðir skipta orðið minna máli en áður og fólk tilbúið að leggja töluvert á sig til að upplifa eitthvað einstakt. Fræðslutengd ferðaþjónusta er áhugaverð fyrir samfélög á jarðarsvæðum, ekki síst til að nýta innviði ferðaþjónustunnar betur. Markmið rannsóknarinnar er að dýpka fræðilegan grunn og vinna hagnýt gögn og upplýsingar sem nýst geta viðburðastjóra við mótun, hönnun upplifunar og til leggja mat á fræðslutengda ferðamennsku. Vísað er í dæmi frá Fljótsdalshéraði og úr Fljótsdal. Í rannsókninni er horft á fræðslutengda ferðaþjónustu út frá viðburðum, að því leyti að þeir eru skipulagðir og eiga sér stað á ákveðnum tíma og í ákveðnu rúmi. Þeir eru jafnframt einstakir og aldrei hægt að endurtaka þá alveg eins. Rannsóknin lýtur að þremur ólíkum viðfangsefnum er falla undir fræðslutengda ferðaþjónustu. Eigindlegum rannsóknaraðferðum er beitt til að greina viðfangsefnin út frá skipulagi og upplifun þátttakenda af þeim. Gögnin rýnd út frá kenningum og niðurstöður birtar sem ákveðin leiðarljós fyrir skipuleggjendur fræðslutengdrar ferðaþjónustu. Þar eru áherslur dregnar fram frá mótun viðburða og hönnun upplifunar að framkvæmd og mati á árangri. Samhliða voru unnin ýmis vinnuskjöl sem finna má í viðhengi sem nýst geta viðburðastjóra í tengslum við fræðslutengda ferðaþjónustu.
Many tourists are organizing trips to places with the ideal of gaining knowledge that is unique to the place or culture and establishments or falls within the tourist ‘s field of interest. Distance is less important than it once was, and people are prepared to travel great distances to experience what interests them. Experience designed educational tourism and events are therefore appealing to remote communities as they better utilize the existing tourism infrastructure. The aim of this study is to utilize the data and information to inform event managers in the preparation of experience design, organization and assessment of events. Emphasis is placed on educational tourism and events. Events are understood to be organized and taking place at a scheduled time and place. They are unique, and it is not possible to precisely re-enact them. A qualitative methodology is employed to attain a deeper understanding of three differing educational events and the organizational aspects that make up the foundation of the experiences. The results can inform those who organize educational events in the moulding and experience design, through to the execution and assessment of results. A new rubric is presented that assists in the organization and assessment of the events.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS Ásdís Helga maí 2019 án viðauka.pdf | 5,47 MB | Opinn | Heildarverk án viðauka | Skoða/Opna | |
MS Ásdís Helga maí 2019 bara viðaukar.pdf | 476,11 kB | Lokaður til...31.05.2029 | Viðauki |
Athugsemd: Viðauki er lokaður. Ef áhugi er fyrir afmörkuðum þáttum hans er hægt að hafa samband við höfund.