en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33974

Title: 
 • Title is in Icelandic „Þeir kalla hann ósýnilega sjúkdóminn ...“ : upplifun fólks sem lifir með vefjagigt : rannsóknaráætlun
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðar rannsóknar er að skoða upplifun einstaklinga af því að vera með vefjagigt, reynslu þeirra af viðmóti heilbrigðisstarfsmanna sem og upplifun þeirra af viðhorfi samfélagsins. Notast verður við eigindlega aðferðafræði og stuðst verður við rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði, sem hentar vel til rannsókna á mannlegri reynslu.
  Á heimsvísu er áætlað að 1,78% almennings séu með vefjagigt. Vefjagigt er langvarandi verkjaheilkenni en þrátt fyrir fjöldann allan af rannsóknum er orsök og eðli hennar ekki fullþekkt. Sú mýta að vefjagigt sé sálvefrænn sjúkdómur hefur verið lífsseig og framan af var vefjagigt þekkt sem „ruslakistugreining“ sem einstaklingar fengu þegar þeir höfðu óútskýrða verki frá stoðkerfi. Þrátt fyrir að til sé gagnreynt þverfaglegt efni um tilvist vefjagigtar, er enn fagfólk innan heilbrigðisstétta sem trúir því úrelta viðhorfi. Í dag er greiningin vefjagigt byggð á einkennum þar sem hún er ekki mælanleg með hefðbundnum klínískum rannsóknum og snýr meðferð að því að halda einkennum niðri þar sem varanleg lækning er ekki þekkt. Höfundar þessarar ritgerðar telja að mikilvægt sé að varpa ljósi á hver upplifun og reynsla einstaklinga sem lifa með vefjagigt sé þar sem ákveðið skilningsleysi hefur ráðið ríkjum sökum ósýnileika einkenna.
  Okkar von er sú að með fyrirhugaðri rannsókn megi auka og dýpka þekkingu og skilning á vefjagigt innan heilbrigðiskerfisins og rannsóknaráætlun þessi verði grundvöllur til frekari rannsókna á þessu sviði á Íslandi. Við trúum því að með aukinni fræðslu um vefjagigt öðlast almenningur betri þekkingu og með þeim hætti myndu einstaklingar sem glíma við heilkennið fá meiri skilning.
  Lykilhugtök: Vefjagigt, langvinnir verkir, síþreyta, viðmót, reynsla.

 • The following research proposal is a final thesis for a Bachelor of Science degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the proposed study is to examine people’s experiences of living with fibromyalgia and the attitude they perceive from the healthcare
  employees and the community. The proposed research will be conducted using a qualitative research method and will be executed following the instructions of the Vancouver school of phenomenological method, which is well suited for researches in human experiences. It is estimated that 1,78% of the worldwide population has fibromyalgia. Fibromyalgia is a
  chronic pain syndrome but despite numerous studies, its cause and nature is not fully recognized. The myth that fibromyalgia is a psychosomatic disorder has been soaring and been recognized as a “garbage-can diagnosis” that was given to individuals when they presented themselves with unexplained musculoskeletal pain. Although cross-disciplinary
  material on the existence of fibromyalgia has been provided, there are still health professionals who hold that outdated view. Currently, the diagnosis is symptom based since it is not measurable by conventional clinical tests. Treatment is mainly based on symptom management as a permanent cure is unknown. Authors of this thesis believe that it is
  important to shed light on patients‘ experience and difficulties of living with fibromyalgia where certain lack of understanding has been dominating because of their symptoms invisibility.
  Our hope is that this planned study will increase and deepen the theoretical knowledge and understanding of fibromyalgia within the healthcare system as well as to be the basis for further research on fibromyalgia in Iceland. We believe that with increased education about
  fibromyalgia the general public will gain better knowledge which would enhance understanding towards individuals who are struggling with the syndrome.
  Keywords: Fibromyalgia, chronic pain, fatigue, attitude, experience.

Accepted: 
 • Jun 20, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33974


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS-verkefni-vefjagigt.pdf495.47 kBOpenComplete TextPDFView/Open