is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33979

Titill: 
  • Kæra Jelena í leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsakandi greinargerð fjalla ég um þátttöku mína í uppsetningu á sovéska leikverkinu Kæra Jelena eftir höfundinn Ljúdmíla Rasúmovskaja undir leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur. Þar fer ég með hlutverk hins útsmogna, sjarmerandi og í senn siðblinda einstaklingsins Valda. En siðblinda er alvarleg persónuleikaröskun þar sem helstu einkenni geta verið að einstaklingur á erfitt með að setja sig í spor annarra, mikil hvatvísi, sjálfhverfa og engin samkennd. Ég skoða sérstaklega í þessari greinargerð hvað það þýðir að leika siðblindan einstakling og hvaða aðferðum ég hef beitt við það. Fyrst fjalla ég um verkið sjálft og samhengi þess, svo söguna, karakterinn og hvaða aðferðir ég nýtti mér við karaktersköpunina en ég notaðist aðallega við kerfi Michael Chekhov. Þá fjalla ég einnig um æfingarferlið, fer yfir hvað siðblinda er og hvernig það er að leika siðblindan einstakling fyrir mig persónulega. Að lokum fer ég yfir sýningarferlið sjálft og hvaða lærdóm ég hef dregið af þátttöku minni í þessari fyrstu reynslu í atvinnuleikhúsi.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of the present research summary is my participation in the Soviet play Dear Jelena written by Ljudmila Rasumovskaja under the direction of Unnur Ösp Stefánsdóttir. I play the role of the devious, charming and yet psychopathic Valdi. Psychopathy is a severe personality disorder wherein the main symptoms are impulsivity, self absorption and no compassion. In this research summary I will describe what it means to act the role of a psychopath and what methods I have used to do so. First, there will be a description of the play and its context, the storyline, character and what methods I used in making of the character. I mostly utilized The Michael Chekhov system. Secondly, I will be describing the rehearsal process and discussing what psychopathy is and how it is for me personally to act the role of a psychopath. Lastly, I will discuss the process of my performance as well as what I have learned from my participation in professional theatre.

Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni leikara Aron Már Ólafsson.pdf270.96 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna