is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33980

Titill: 
  • Lokaverkefni leikara : Mutter Courage og börnin hennar eftir Bertolt Brecht í leikstjórn Mörtu Nordal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsakandi greinargerð leytast ég við að veita innsýn inn í mikilvægi grunnvinnu leikara í þessu tilfelli í samhengi við aðferðir Bertolts Brechts hinni svokölluðu framandgervingu, epíska leikhússins. Það er undir hverjum og einum leikstjóra komið hvernig nálgast er efnið í fyrstu, hvort farið sé saman í borðvinnu og þá grunnvinnu sem til þarf til þess að átta sig á aðstæðum verksins og sögupersónanna sem takast skal á við eða hvort leikarar vinni að því upp á sitt einsdæmi. Sú grunnvinna sem unnin er hvort heldur sem er í sameiningu alls hópsins og leikstjóra eða sjálfstætt er síðan grundvöllur þess heims sem unnið er að því að setja upp. Farið verður yfir hvernig leikari vann að sköpun síns karakters með framandgervingu að leiðarljósi og hvernig tilfinningalegu sambandi við karakter var náð í tilteknu verki. Lauslega verður farið í aðferðafræði Michael Chekhovs og hvað nýttist best í vinnu minni við að skapa karakterinn Mutter Courage í samnefndu verki. Hlutverkið krafðist mikillar stærðar af mér sem leikkonu líkamlega og andlega og tæknileg vinna mín hvað varðar líkamlegu- og andlegu hliðina verður sérstaklega tekin fyrir og sett í samhengi við þá stærð sem leytast var við að ná fram í karakternum.

  • Útdráttur er á ensku

    In this final critical reflection I will provide insight into the foundational work of an actor in this case in the context of the methods of Bertolt Brecht, the so-called ,,verfremdung“ or distancing effect. It is up to each and every director how to approach the subject at first, whether to work on it together with the whole group at the working table, to get to know the situations of the work and the character’s to play, or whether the actors work on it on their own. The foundational work that is done, whether in the combined group with the director or independent, is then the foundation of the world that is being set up. I will reflect on how the actor works on the creation of his character with the distancing effect in mind and how the emotional relationships with character were achieved in this particular work. Loosely I will go through the methodology of Michael Chekhov and how I used his methods in my process of creating Mutter Courage in the same work. The role demanded size from me as an actress both in physical terms and mental aspects, in relation to the size I will especially go through the technical process needed to reach the character wanted.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA. Greinargerð.pdf560.91 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna