is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33987

Titill: 
 • Lokaverkefni leikara : Mutter Courage eftir Bertolt Brecht í leikstjórn Mörtu Nordal
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þegar unnið er með verk eftir Bertolt Brecht er margt sem þarf að huga að varðandi persónusköpun. Aðferðin sem unnið var með í verkinu Mutter Courage eftir fyrrnefndan höfund í uppsetningu Nemendaleikhússins 2019 var alls ekki einföld heldur mjög hnitmiðuð og sértæk. Framandgerving er hugtak sem fylgir gjarnan Bertolt Brecht og var ein af aðferðunum sem leikhópurinn ásamt leikstjóra og listrænu teymi vann með.
  Í þessari lokagreinagerð minni í leikaranámi Listaháskóla Íslands mun ég greina frá persónusköpun á herdeildarhórunni Yvette Pattier. Hlutverkið var eitt af mörgum sem ég fékk að takast á við en er óumdeilanlega stærsta og mest unna hlutverkið af þeim sem mér var úthlutað.
  Hvernig finn ég leið fyrir persónuna sem ég hef skapað í mjög stíliseruðu leikverki? Hvernig get ég leyft áhorfandanum að sjá hversu marglaga persónan er þegar ég horfi mestmegnis framan í áhorfendur en aldrei á persónuna sem ég er að leika á móti? Hvernig næri ég mig sem leikari og minn sköpunarkraft þegar æfingar á sviði fara nánst einungis í tækniæfingar?
  Í greinagerðinni greini ég frá aðferðum og tækni sem hjálpuðu mér á leiðinni og hvernig viðhorf leikara í skapandi ferli getur leyst flest vandamál.

 • Útdráttur er á ensku

  A lot of things need to be considered when creating a character in a play by Bertolt Brecht. The method used in our staging of Mutter Courage was neither simple, precise nor specific. The distancing effect, a concept invented by Brecht, was the main approach used by the director and the ensemble in our show. In this essay I will discuss how I created my character, Yvette Pattier, the camp whore. The role was one of many I got to bring to life in our staging of Mutter Courage, but undeniably the largest and most thought through on my behalf
  How do I find a path for my character in a super stylized theater piece?  How can I show the audience my multi-layered character when I mostly face the audience during my scenes but never my acting partners? How do I nourish myself as an actress when the rehearsals are mostly focused on technical aspects of the show?
  In this essay I will discuss which methods and techniques I used and how the attitude of an actor in a creative process can solve most problems.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokagreinargerð.MC.SKEMMAN.pdf588.34 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna