is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33988

Titill: 
  • Lokaverkefni leikara : Mutter Courage og börnin hennar eftir Bertolt Brecht í leikstjórn Mörtu Nordal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð eða greinargerð er unnin sem hluti af lokaverkefni til BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands vorið 2019. Í ritgerðinni er fjallað um útskriftarverkefni leikaranema sem að þessu sinni var hið magnaða verk Mutter Courage og börnin hennar eftir leikskáldið Bertolt Brecht í þýðingu Ólafs Stefánssonar. Verkið var samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands, Leikfélags Akureyrar og Þjóðleikhússins. Útskriftarverkefnið var frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri í leikstjórn Mörtu Nordal 9. maí vorið 2019 og tvær sýningar voru sýndar í viðbót fyrir norðan. Verkið var síðan sýnt sex sinnum við góðar undirtektir í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Tilgangur ritgerðarinnar er að kynna þetta magnaða verk í stuttu máli og gefa innsýn í það ferli sem fer í gang hjá leikaranemum þegar svo stórt verk er sett á fjalirnar.
    Verkið fjallar um farandsölukonuna Önnu Fierling og börnin hennar þrjú. Anna Fierling er kölluð Mutter Courage og ferðast um með vagninn sinn í þrjátíu ára stríðinu og selur varning. Mutter Courage hefur óbeit á stríðinu enn hugsar samt um það eitt að græða á því. Hún vill ekki að börnin sín taki þátt í stríðinu en missir þau samt öll í stríðinu. Í ritgerðinni geri ég grein fyrir vinnuferlinu og hvaða leiðir ég fór til að skapa persónuna Mutter sem mér var treyst fyrir að leika. Ég nýtti mér leiktúlkunaraðferðir og kerfi Stanislavskis og Michaels Chekhovs. Greiningarvinna er undirstöðuatrið í kerfi Stanislavskis og mikilvægt að finna undirtextann og bogann í ferðalagi Mutter. Þá fjalla ég um tækni Michaels þar sem áhersla er á líkamann og rödd þegar hugað er að persónusköpun. Ég segi frá æfingarferlinu og sýningunum og hvernig ég undirbjó mig fyrir þær.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mutter Courage - lokaritgerð.pdf560.63 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna