Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33989
Í þessari rannsakandi greinargerð greinir höfundur frá mikilvægi og hlutverki kvendansaranna í Hatara. Höfundur er hlutdrægur þar sem hann er bæði danshöfundur og annar kvendansara í Hatara. Fjallað er um andkapítalísku gjörningahljómsveitina Hatara, meðlimi hennar og hvað hún stendur fyrir í listrænu og samfélagslegu samhengi. Höfundur rýnir í orðið og hugtakið bakdansari (e. backup dancer) og ber merkingu orðsins saman við dansarana í Hatara. Niðurstaða samanburðarins leiðir í ljós orðið stuðningsdansari sem höfundi líst mun betur á að notað sé um dansara á tónleikasviði.
Litið er til stefnu sem fellur undir þriðju bylgju femínisma, lipstick feminism, þar sem meginatriði stefnunnar eru tekin fram áður en efnið er tengt við konuna á sviði Hatara og hvernig hún eignar sér eigin kynþokka í hreyfingum sínum. Hlutverk kvendansaranna á tónleikasviði er útlistað gaumgæfilega og greint er frá hreyfiorðaforða og sköpun kóreógrafíunnar. Ásetningur nærveru kvendansarana á sviði er tekinn fyrir þar sem valdefling og kvenlegir eiginleikar konunnar eru sett í fyrsta sæti. Þversagnir sviðsetningarinnar fá frekari útlistun og höfundur telur upp ýmis dæmi sem sanna að lokum ógrynni merkinga sem áhorfandinn sjálfur fær að dæma um.
Greinargerðin var skrifuð samhliða æfingaferli heimkomutónleika Hatara, eftir Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva, sem bera nafnið Hatrið mun sigra. Hún inniheldur áframhaldandi rannsókn höfundar á hlutverki og kóreógrafíu kvendansara í Hatara. Fjallað er stuttlega um æfingaferlið og tónleikareynsluna sjálfa. Höfundur leggur ríka áherslu á að áhorfandinn upplifi valdeflandi konu á sviðinu sem heldur jafnframt í kvenlega eiginleika sína.
In this research reflection, the author analyzes the role and importance of female dancers in Hatari. The author is biased as she is both the choreographer and one of two female dancers in Hatari. The anti-capitalistic performance band Hatari is discussed,it’s members and what itstands for in an artistic and social context. The author reviews both the definition of the word backup dancer and the concept of a backup dancer joining artists on a concert stage. She compares the Icelandic word ,,bakdansari” tothe concept of the role of the dancers in Hatari. Theresult of this comparison reveals that the Icelandic word ,,stuðningsdansari” (e. support dancer)is considered to be more suitable for the dancers in Hatari at a concert, than the word ,,backup dancer.” The author writes about the principles of lipstick feminism, a subcategory of the third wave of feminism, before they are connected to the dancing woman on stage with Hatari and how she manages to own her feminine sexuality that appears through movements of a female body. The role of the female dancers in a Hatari concert is outlined carefully. Movement vocabulary and the creation of the choreography is discussed. Empowerment and feminine qualities of the woman is the priority and main focus of the intention of precence on stage. The paradoxes of the staging are explained further and the author lists various examples of paradoxes that ultimately shows the immense meaning of Hatari’s concert staging and how the viewer himself is thefinaljudge of it.This reflection was written concurrently with the rehearsal process of Hatari’s homecoming concert, post Eurovision Song Contest 2019, called ,,Hatrið mun sigra”, which includes an ongoing research by the author of the roles and choreography of the female dancers. The rehearsal process itself and the concert experience are briefly discussed. The empowerment of the dancing woman parallel with retaining her feminine qualities is the main focus for the author and the importance of theviewer experience of the dancers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hlutverk kvendansara í Hatara (hin kvenlega og valdeflandi kona).pdf | 680.37 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |