Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33992
Í útskriftarverki þessu má finna sex hluta og eru þeir paraðir saman í þrjú umfjöllunarefni. Það eru lofsöngvarnir tveir, Maríu og Simeonis, og Stabat Mater. Það sem tengir þá saman er að María guðsmóðir er útgangspunktur allra texta verksins, allt frá boðun hennar til dauða sonar síns.
Ég hafði það að leiðarljósi að hafa þau pör sem samin eru við skylda texta séu einnig skyld í tónmáli en þó ólík í formi. Þá hugsaði ég verkin við íslensku textana í einfaldara formi, eitthvað sem auðvelt væri að æfa fyrir messu án mikillar fyrirhafnar. Að sama skapi vildi ég að þau verk sem latínan prýðir byðu upp á fjölbreyttari notkun á kórnum og gætu hentað sem tónleikaverk. Þar af leiðandi gerði ég meiri kröfur á getu kórsins í latnesku köflunum og lengra æfingarferlis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lofsöngvar og krossinn lokaverkefni.pdf | 594.16 kB | Lokaður til...01.01.2100 | Nótur | ||
Lofsöngvar og krossinn.pdf | 705.63 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |