Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33994
Loftlagsvandamál eru áhyggjuefni í heiminum í dag, losun hefur aukist gríðarlega og skuldinni er oft að hluta til skellt á iðnaðarfyrirtæki. Mikilvægt er að fyrirtæki reyni að sýna frumkvæði og vinna sig í átt að sjálfbærri þróun til að bregðast við vandamálunum.
Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Ölgerðina Egill Skallagrímsson. Ölgerðin hefur stigið stór skref í umhverfismálum undanfarin ár og leitar leiða til að gera enn betur. Í þessu verkefni er gert arðsemismat og áhættugreining á fjárfestingu á CO2 söfnunarkerfi fyrir Ölgerðina. Þetta kerfi tekur koltvísýring, sem myndast við gerjun bjórs, hreinsar hann og safnar honum í safntank þar sem hann er tilbúinn til endurnotkunar í framleiðslu.
Í verkefninu eru smíðuð tvö líkön. Líkan sem reiknar út fræðilegt magn af koltvísýringi sem myndast við gerjun bjórs út frá söluspá Ölgerðarinnar og arðsemislíkan. Niðurstöður úr fyrra líkaninu eru notaðar í seinna líkanið sem metur hvort fjárfestingin sé arðbær eða ekki. Áhættumat er gert á verkefninu með næmnigreiningu og hermun.
Niðurstöður líkana leiddu í ljós að verkefnið yrði arðbært miðað við gefnar forsendur. Þó er talsverð áhætta í verkefninu þar sem endurgreiðslutíminn er langur og næmasta breytan er söluspá sem er áhættusamt þar sem erfitt er að spá fyrir um eftirspurn langt fram í tímann.
Lykilorð: Arðsemismat, Arðsemi, Áhættugreining, Sjálfbær þróun
Climate change is a serious concern in the world today, and with emission having drastically increased, blame often gets placed on industrial companies. It is important that firms show initiative in moving towards sustainable development.
This assignment is done in cooperation with Ölgerðin Egill Skallagrímsson. In recent years, Ölgerðin has made big strides with regards to environmental issues and is constantly looking for ways to improve even further. In this assignment, Ölgerðin’s CO2 recovering system will undergo a profitability assessment as well as a risk analysis. This recovering system takes carbon dioxide, formed during the fermentation of beer, cleanses it and collects it into a collection tank where it is ready to be reused.
In the assignment, two models are built. Firstly, a model that calculates the theoretical amount of carbon dioxide formed during the fermentation of beer, based on Ölgerðin’s sales forecast, and secondly, a profitability assessment model. Results from the first model are used to create the profitability assessment model, assessing whether the investment is profitable or not. A risk analysis is conducted for the assignment using a three-point method, sensitivity analysis and simulation.
The results of the models indicate that the project would be profitable based on the given prerequisites. However, there is also considerable risk involved in the project as the payback period is long and the most sensitive variable is the sales, which is hard to predict far ahead in time.
Keywords: Profitability assessment, Profitability, Risk analysis, Sustainable development
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Arðsemismat á CO2 söfnunarkerfi.pdf | 945.01 kB | Open | Complete Text | View/Open |