is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33995

Titill: 
 • Titill er á ensku An integer programming model for the heterogeneous fleet vehicle routing problem
 • Heiltölubestunarlíkan fyrir leiðarval bifreiða
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mörg fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir því krefjandi verkefni að skipuleggja leiðir bifreiða sinna á sem skilvirkasta máta. Mörg fyrirtæki og stofnanir skipuleggja leiðir bifreiða sinna handvirkt sem getur reynst mjög tímafrekt og óskilvirkt. Í þessari ritgerð verður sett fram stærðfræðilíkan sem hjálpar til við að leysa þetta krefjandi verkefni.
  Verkefnið er unnið í samstarfi við Johan Rönning sem er þekktast fyrir að vera umboðs- og heildverslun með rafbúnað og rafmagnsvörur en starfrækir nú verslanir með varning fyrir hinar ýmsu greinar um land allt. Johan Rönning skipuleggur leiðir frá vöruhúsum sínum handvirkt. Fyrirtækið hefur samþykkt að veita gögn og deila þeim upplýsingum sem þarf til að kanna virkni líkansins.
  Aðalmarkmið verkefnisins er að búa til líkan sem leysir fyrrnefnt verkefni. Markmiðið er að setja fram leiðir sem uppfylla allar skorður líkansins þar sem reynt er að hafa allar leiðir sem jafnastar í lengd. Líkanið sér til þess að hver bifreið sé ekki skráð á fleiri en eina leið, að hver viðskiptavinur sé þjónustaður einu sinni, að bifreið sé skráð á leið sem hefur verið valin og að bifreið sé ekki skráð á leið þar sem heildareftirspurn er meiri en burðargeta bifreiðarinnar. Sjálfvirkt ferli ætti að minnka þann tíma sem fer í að skipuleggja leiðir, tryggja betra skipulag og koma í veg fyrir að fleiri en einn bíll fari á svipaðar slóðir á svipuðum tíma.
  Niðurstöðurnar sýna að heiltölubestunarlíkan leysir vandamálið við að skipuleggja leiðir bifreiða. Líkanið skilar leiðum fyrir flota af bifreiðum af mismunandi gerðum frá birgðastöð með það markmið að þjónusta viðskiptavini.

 • Útdráttur er á ensku

  The vehicle routing problem is faced by thousands of companies and organizations all over the world each day. Many companies and organizations plan delivery routes to their customers manually which can be inefficient and time-consuming. In this thesis, a model is presented with the objective of solving the heterogeneous fleet vehicle routing problem.
  The project is done in collaboration with the Icelandic company Johan Rönning which operates stores with merchandise for various industries. Currently, Johan Rönning plans the routes from their warehouses manually. Johan Rönning has accepted to provide data and share information needed in order to check the capabilities of the model.
  The main goal of the project is to create a model with a feasible optimal solution to the vehicle routing problem. The objective is to find a feasible solution that satisfies the problem’s constraints where the length of the longest route is minimized. The length of the longest route is minimized in order to make the time length of the routes somewhat equal. The model ensures that each vehicle is not assigned to more than one route, that each customer is visited once, that a vehicle is assigned to a selected route and that a vehicle is not assigned to a route where the total customer demand exceeds vehicle capacity. By making the process automatic should minimize planning time, ensure better organization and prevent that similar locations are visited by different vehicles with a short time between.
  The results show that an integer programming model can be used to solve the heterogeneous fleet vehicle routing problem, planning optimal routes to be used by a heterogeneous fleet of vehicles from a depot to serve a set of customers.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_KatlaThorgeirsdottir2019.pdf807.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna