Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33998
Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða rekstargrundvöll fyrir grasrótarmenningarmiðil á internetinu, nánar tiltekið fyrir vefsíðuna Menningarsmygl. Saga Menningarsmygls til þessa er rakin, efnisvinnslan og mögulegar framtíðarhorfur. Þá eru dreifileiðir efnis á netinu ræddar, helst í tengslum við samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter. Þróun siðareglna blaðamanna er rakin til þess að reyna að átta sig á því hvert þær eiga eftir að þróast í breyttum heimi og hvaða siðareglum Menningarsmygl ætti að fara eftir. Loks er rætt bæði við ýmsa ritstjóra annarra lítilla menningarmiðla sem og við aðra blaðamenn sem starfa erlendis, oft fjarri umfjöllunarefnum sínum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ÁsgeirhIngólfssonLokaútgáfa.pdf | 848.81 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing-ÁsgeirH.pdf | 18.5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |