en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3399

Title: 
 • Title is in Icelandic Hópvinna hjá fyrirtækjum: Árangur og lærdómur
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í ritgerð þessari er sagt frá niðurstöðum rannsóknar á hópvinnu hjá þremur
  fyrirtækjum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða tilgangi hópvinna
  þjónaði í fyrirtækjunum, viðhorf starfsmanna gagnvart henni og greina áhrifaþætti
  árangursríkrar hópvinnu. Þá var lögð áhersla á að athuga hvort lærdómstækifæri
  sköpuðust í hópvinnunni og þá hvernig þau væru nýtt. Rannsóknin byggði á
  eigindlegum aðferðum. Gagnaöflun fór fram frá nóvember 2006 til desember 2007
  með hléum. Þrjú fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni, framhaldsskóli,
  framleiðslufyrirtæki og þjónustufyrirtæki. Í hverju fyrirtæki var fylgst með fundum
  hjá vinnuhóp og rætt við tvo þátttakendur. Alls voru því viðmælendur sex.
  Helstu niðurstöður benda til að þrátt fyrir að fyrirtækin séu ólík og noti hópvinnu á
  mismeðvitaðan hátt mátti greina fjóra megin þætti í notkun hennar: hún var hluti af
  lýðræðislegum vinnubrögðum og vettvangur fyrir starfsmenn til að koma skoðun
  sinni á framfæri, hún veitti félagslegan stuðning, hún leiddi til aukinnar þekkingar á
  starfsemi fyrirtækisins og efldi þannig fyrirtækjaheildina og að lokum stuðlaði hún
  að bættri frammistöðu bæði á einstaklings- og fyrirtækjagrundvelli. Ennfremur kom
  í ljós að styðjandi umhverfi og menning, samstilltur hópur þar sem góður andi ríkir,
  markviss vinnubrögð og skýr markmiðssetning stuðla að árangursríkri hópvinnu.
  Hvað lærdómsþáttinn varðar leiðir rannsóknin í ljós að í hópvinnunni voru falin
  lærdómstækifæri sem skiluðu sér til þátttakendanna og hópanna þrátt fyrir að það
  hafi ekki alltaf verið upphaflegur tilgangur með stofnun hópanna. Niðurstöður
  benda ennfremur til þess að hópvinna geti stuðlað að fyrirtækjalærdómi hafi
  hópurinn tækifæri til að miðla á fyrirtækjavísu þeirri þekkingu sem í honum skapast.

Accepted: 
 • Oct 11, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3399


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bara_Jona_Oddsdottir_fixed.pdf776.42 kBLockedHeildartextiPDF