en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34006

Title: 
 • Title is in Icelandic Bólusetningarhik : skilgreining, saga og úrræði : heimildarsamantekt
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bólusetningarhik er neikvætt viðhorf gagnvart bólusetningum. Það spannar ákveðna skoðanabreidd sem nær yfir þá sem hafna öllum bóluefnum, þá sem seinka bólusetningum, til þeirra sem bólusetja með efa um gildi þess. Bólusetningarhik er margþætt, háð samhengi og birtingarmynd þess breytileg eftir tíma, stað og bóluefni. Allt að þriðjungur Bandaríkjamanna falla undir skilgreiningu bólusetningarhiks sem er vandamál sem fer vaxandi. Bólusetningarhik er þó ekki nýtt og hefur fylgt bólusetningum frá upphafi. Frá tíma frumstæðra ónæmisaðgerða (e. variolation), til bóluefnis Jenners, til okkar tíma hefur ávallt einhver hópur verið hikandi í garð bólusetninga.
  Markmið þessarar heimildarsamantektar var að skoða hugtakið bólusetningarhik og kanna úrræði gegn því. Niðurstöðurnar voru að tiltölulega fá úrræði eru til sem virka gegn bólusetningarhiki. Þar sem birtingarmynd þess er síbreytileg eru engin úrræði sem duga fyrir alla. Mörg úrræði byggja á því bæta úr þekkingarskorti, sem virðist ekki vera nóg eitt og sér. Einnig hafa sum úrræði sem ætlað er að leiðrétta þekkingarskort haft neikvæð áhrif og aukið bólusetningarhik. Margar samskiptaaðferðir heilbrigðisstarfsfólks við foreldra hafa verið rannsakaðar með það í huga að auka bólusetningarþátttöku. Þó sérfræðiálit mæli með þátttökunálgun benda nýrri rannsóknir til að ályktunarnálgun sé betri kostur. Traust er lykilatriði í ákvörðun foreldra um að bólusetja og hjúkrunarfræðingar því í lykilaðstöðu til að vinna gegn bólusetningarhiki með uppbyggingu trausts meðferðarsambands, þar sem fólk ber almennt mikið traust til hjúkrunarfræðinga.
  Lykilhugtök: Bólusetningar, bólusetningarhik, hjúkrun, hjúkrunarfræði, íhlutun, úrræði

 • Vaccine hesitancy is a negative view towards vaccination. It appears to be a continuum that ranges from complete refusal of all vaccine, delaying certain vaccines to accepting vaccines with doubt about their safety and usefulness. Vaccine hesitancy is a complex and content specific phenomena that varies across time, place and vaccines. As many as third of Americans fall under the definition of being vaccine hesitant, and it is a growing problem all over the world, albeit an old one, having followed vaccines from their inception. From the time of variolation, Jenner’s vaccine to our times a certain percentage of the population has been hesitant towards vaccines.
  The goal of this review was to explore the concept of vaccine hesitancy and strategies to prevent it. The conclusion was that there are relatively few effective strategies against vaccine hesitancy. Whereas its manifestation is ever-changing, there are no strategies that work in all instances. Many strategies are based on the knowledge deficit model which appears to be insufficient by itself and can in some instances increase vaccine hesitancy. Several methods of communication between healthcare providers and parents to help decrease vaccine hesitancy have been researched. Expert opinion recommends participatory approach although newer research leans towards using presumptive approach. Trust seems to be big determinant in parent’s decision to vaccinate, and nurses are in a key position to work against vaccine hesitancy by gaining parent’s trust, since people tend to view nursing as the most trustworthy profession.
  Keywords: Vaccination, vaccine hesitancy, nursing, nurses, intervention, strategies

Accepted: 
 • Jun 20, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34006


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bolusetningarhik-ritgerd-Stefan-Rafn.pdf509.43 kBOpenComplete TextPDFView/Open