is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34007

Titill: 
  • „Það er bara svo gaman að sjá sögurnar birtast fyrir framan mig á skjánum“ : spjaldtölvur í ritun í 3. bekk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn þar sem skoðað var hvort spjaldtölvur gætu stutt við ritun hjá nemendum.
    Markmiðið með rannsókninni var þríþætt, að styrkja kennslufræði og þekkingu kennara í ritun, styðja kennara í starfsþróun sem miðar að því að að þróa og breyta kennsluháttum og innleiða notkun spjaldtölva í ritunarkennslu með það að markmiði að styðja við ritun og sköpun hjá nemendum.
    Til þess að varpa ljósi á viðfangsefnið og þróunarstarfið var aðferðafræði starfendarannsókna notuð. Starfendarannsókn er rannsókn þar sem að rannsakandi gerir rannsókn á eigin starfi með því markmiði að auka skilning á starfinu og þróa það til betri vegar.
    Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur í 3. bekk, þeir voru 49, 4. Kennarar og einn þroskaþjálfi. Einnig voru raddir foreldra skráðar.
    Gagnaöflun í rannsókninni fór fram 2018–2019. Rannsóknargögn í þessari rannsókn voru dagbók ljósmyndir af verkefnum nemenda, ritunarverkefni nemenda og raddir þátttakenda. Í dagbókina var allt ferlið skráð frá upphafi til enda.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sá stuðningur sem kennarar fengu yfir tímabilið í formi námskeiða, samræðna og ráðgjafar frá sérfræðingum studdi við starfsþróun þeirra í ritunarkennslu og innleiðingu á breyttum kennsluháttum.
    Flestir nemendur sýndu framfarir í ritun en áberandi var þó að nemendur með góða einbeitingu nýttu sér betur leiðbeiningar kennara en þeir sem áttu erfitt með einbeitingu. Hjá mörgum nemendum var greinilegt að notkun spjaldtölva ýtti undir áhuga þeirra á ritun. Nemendur sem áttu erfitt með að skrá sögur með blýanti sýndu framfarir í ritun með notkun spjaldtölva. Í upphafi rannsóknar voru nemendur uppteknir af öllum þeim fjölbreyttu tæknimöguleikum sem spjaldtölvur bjóða upp á og týndust aðeins í þeim. Þegar mesta spennan var farin af tækjunum var greinilegt að notkun spjaldtölva jók á sköpun og námsáhuga nemenda. Þekkingin sem ég aflaði mér í þessari rannsókn mun nýtast mér vel í mínu starfi áfram, sú ígrundun sem fram fór yfir tímabilið hefur hjálpað mér að sjá fleiri leiðir í kennslu í ritun og notkun spjaldtölva í kennslu.
    Lykilhugtök: Byrjendalæsi, ritun, smáforrit, spjaldtölvur, samvinnunám, starfendarannsókn, stigskiptur stuðningur.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is based on a reasearch where the aim was to implement tablets in writing lessons. The aim of the study was to strengthen the teaching and knowledge of teachers in writing. Support teachers in career development, which aims to develop and change teaching methods and to implement the use of tablet in writing lessons with the aim of supporting the writing and creation of students.
    Acton reasearch was chosen as reasearch design. In action reasearch the
    general goal is to create a simple, practical, repeatable process of interactive learning, evaluation, and improvement that leads to increasingly better results for schools, teachers, or programs.
    Participants in this research were students in grade 3, they were 49. There were four teachers and one social therapist. Data collection in the study was obtained in the school year of 2018–2019. A research journal was used to keep track of data collection, as well as photographs, student assignments and participant voices were recorded.
    The main results of the study show that the support that teachers received over the period in the form of courses, conversations, and expert advice supported their career development in writing teaching and the introduction of changing teaching practices. Most of the students showed progress in writing with tablet, but it was noticeable that students’ with good concentration took better advantage of teachers' instructions than those who had difficulty concentrating. For many students’, it was clear that using a tablet enabled their interest in writing. Students’ who found it difficult to write stories with pencil showed progress in writing using a tablet. At the beginning of the study, students’ were preoccupied with all the infinite technology options offered by a tablet. When the greatest excitement of the devices had worn off, it was evident that its use increased the student’s creativity and interest in learning. The knowledge I gained in this study will benefit me well in my work, the reflection over the period has helped me see more ways in teaching writing and using tablet in
    teaching.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 01.02.2020.
Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaSigrunRafnsdottir_kennaradeildHA_V2019.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna