Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34009
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf foreldra og kennara til samstarfs um málörvun og læsi leikskólabarna og skoða þörf foreldra fyrir fræðslu og stuðning á þessu sviði. Markmiðið var að safna gögnum sem hægt er að nýta til að efla samstarf um málþroska og læsi í leikskóla og koma betur til móts við foreldra varðandi stuðning og fræðslu.
Niðurstöður benda til þess að foreldrar og kennarar hafi jákvætt viðhorf til samstarfs um eflingu málörvunar og læsis leikskólabarna. Hugmyndir foreldra og kennara um árangursríkt samstarf voru svipaðar. Bæði foreldrar og kennarar töldu leiðir sem stýrðar eru af leikskóla og kennurum árangursríkari en leiðir þar sem aðkoma foreldra og hlutdeild er meiri. Foreldrar báru mikið traust til leikskólakennara sem sérfræðinga í málþroska og læsi barna á leikskólaaldri og myndu helst leita til leikskólakennara ef upp kæmu áhyggjur af málþroska barns. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einnig til kynna að foreldrar hafi þörf fyrir og áhuga á fræðslu um málörvun og læsi frá leikskólanum. Þeir sýna fjölbreyttum viðfangsefnum áhuga og má þar nefna málskilning, ritun, orðaforða, tjáningu, hlustun, máltilfinningu, samræður, hljóðkerfisvitund, bók- og tölustafanám barna. Í rannsókninni kom fram að foreldrar vilja helst fá fræðsluefni frá leikskólanum á rafrænu formi.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa innsýn í viðhorf foreldra og kennara til samstarfs um læsi á fyrsta skólastiginu, einnig gefa þær hugmynd um stöðu samstarfsins eins og það er í dag. Svör þátttakenda ríma vel við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á málþroska leikskólabarna og á almennu samstarfi foreldra og kennara í leikskóla bæði hérlendis og erlendis.
Lykilhugtök: Bernskulæsi, fjölskyldulæsi, læsi í leikskóla, samstarf heimila og skóla varðandi málþroska og læsi leikskólabarna, stuðningur við foreldra.
The purpose of this study was to investigate parents´ and teachers´ attitudes towards collaboration on language and literacy with children in kindergarten and to examine the need for education and support for parents within this field. The aim was to collect data that can be used to enhance collaboration between schools and homes and to develop new ways to support parents.
Results indicate that parents and teachers have a positive attitude towards collaboration regarding language and literacy. Parents´ and teachers´ ideas on effective collaboration were similar. Both parents and teachers considered methods lead by teacher and school more efficient than those where parental engagement is greater. Parents have great confidence in early education teachers as experts in language development and literacy of children and would preferably seek out a teacher if they had concerns about their child's language development. The findings of the study also indicate that parents are interested in learning more about language and literacy of young children. They show interest in a variety of topics regarding language comprehension, writing, vocabulary, listening, dialogue, phonological awareness and teaching children letters and numbers. The study showed that parents prefer to receive educational material from the schools through digital media.
The result of the study gives insight into the opinions of parents and teachers regarding collaboration on language and literacy between schools and homes as well as giving an idea of how the cooperation is today. The findings are in line with previous studies about the language development of young children and the cooperation between parents and teachers in Iceland and abroad.
Key concepts: Emergent literacy, family literacy, literacy in kindergarten, cooperation between schools and homes regarding language and literacy in kindergarten, support for parents.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samstarf foreldra og kennara - Læsi í leikskóla.pdf | 1,05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |