is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3401

Titill: 
 • Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku. Eddukvæði frá 18. öld
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um tvö kvæði frá 18. öld sem ort eru í stíl eddukvæða og varðveitt eru í eddukvæðahandritum; Gunnarsslag og Valagaldur Kráku. Bæði eru kvæðin gefin út í ritgerðinni. Sá texti Gunnarsslags sem hér er prentaður er mun
  upprunalegri en þeir sem áður hafa birst á prenti. Valagaldur Kráku hefur hins vegar ekki áður verið gefinn út. Sýnt er fram á að Gunnarsslagur sé ortur síðsumars 1745 og viðtökur hans raktar upp frá því. Sérstaklega er fjallað um umræðu fræðimanna um kvæðið frá 1818, þegar það var fyrst prentað, og fram til 1867, þegar óyggjandi rök komu fram um að það væri eftir Gunnar Pálsson (1714–1791), prest í Hjarðarholti. Kvæðið er borið saman við Ossíanskviðu James Macphersons sem er frá svipuðum tíma en fleira reynist ólíkt en
  líkt með kvæðunum.
  Ekki hefur áður verið fjallað um Valagaldur Kráku á prenti. Efni kvæðisins er að tveir valir fylgjast með samræðum Ragnars loðbrókar við Eystein konung í Svíþjóð. Ragnar trúlofast þar Ingibjörgu Eysteinsdóttur en er áður kvæntur Áslaugu sem þá nefnist Kráka. Fuglarnir fljúga síðan til Áslaugar og vekja hana til að segja henni tíðindin.
  Hér er sýnt fram á að Valagaldur Kráku sé að öllum líkindum eftir Árna Böðvarsson á Ökrum (1713–1776). Skýringar eru fundnar á skáldamáli kvæðisins, oft með tilvísun til Laufás-Eddu. Sýnt er fram á hvernig sagan um Kráku og fuglana hefur þróast frá elsta handriti Völsunga sögu og fram til þess að Árni tekur að yrkja.
  Að lokum er í stuttu máli fjallað um Njörva jötuns kviðu sem einnig er varðveitt í edduhandritum og er trúlega einnig eftir Árna Böðvarsson. Þar er ort út af Snorra-Eddu og Ynglinga sögu en miklu bætt við frá hendi skáldsins.

Samþykkt: 
 • 11.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3401


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haukur_Thorgeirsson_fixed.pdf7.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna