Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34011
Fjöldi fólks á flótta hefur aukist töluvert undanfarin ár og hafa ríki um allan heim tekið við þúsundum flóttamanna og veitt þeim hæli, þar er Ísland engin undantekning. Íslenska ríkið hefur tekið á móti kvótaflóttamönnum ásamt því að veita næstum 200 manns hæli sem hafa komið hingað til lands af sjálfsdáðum. Fylgdarlaus flóttabörn þ.e. börn eða ungmenni sem ferðast hafa ein síns liðs frá heimalandi sínu eða án foreldra og forráðamanna eru frekar ný af nálinni hér á landi. Landfræðilegar ástæður geta legið þar að baki en flest eru send til baka þaðan sem þau koma á grundvelli þess að vera eldri en 18 ára og Dyflinnarreglugerðarinnar, til að mynda voru 27 einstaklingar sem sóttu um hæli árið 2017 á þeim forsendum að vera barn en einungis 10 af þeim fengu áframhaldandi málsmeðferð.
Fylgdarlaust flóttabarn sem kemur hingað til lands þarf að fara í viðtal til lögreglu og Útlendingastofnunar ásamt því að undirgangast aldursgreiningu til þess að staðfesta bæði að það sé í raun barn þ.e. undir 18 ára aldri og hvort það fái stöðu flóttamanns. Margir gagnrýna þessa aðferð og segja vísindi aldursgreiningar ekki geta verið nógu nákvæm til þess að áætla réttan aldur án nokkurra mánaða skekkjumarka. Það gefur þó auga leið að ekki er hægt að taka við öllum einstaklingum sem sækja um hæli og verður því að vera gott og skilvirkt kerfi sem heldur utan um umsóknarferlið sem og þá einstaklinga sem til landsins koma.
Réttur fylgdarlausra flóttabarna hér á landi er verndaður bæði í alþjóðlegum samningum sem og landslögum, verklagi við móttöku fylgdarlausra flóttabarna hér á landi er þó ábótavant og eru börnin vistuð með fullorðnum á meðan unnið er að hælisumsókn þeirra. Það brýtur í bága við Barnasáttmálann þar sem það er ekki talið öruggt að vista börn ein ásamt ókunnugum, fullorðnum einstaklingum. Nýtt frumvarp hefur verið lagt fram um tillögu að breytingu á lögum nr. 80/2016 um útlendinga, þess efnis að til verði móttöku miðstöð og móttökuheimili barna svo hægt sé að aðgreina fullorðna og börn.
The numbers of people fleeing their home country has increased considerably in the last few years and countries around the world have welcomed thousands of refugees and given them shelter. In that respect Iceland is no exception. The Icelandic government has welcomed quota refugees in agreement with the United Nations High Commissioner for Refugees and sheltered almost 200 people that sought asylum on their own. Unaccompanied refugee children, that is children or youths that have travelled on their own from their home country without their parents or guardians, is a relatively new thing in Iceland. The reason behind that may be geographical but most of them are sent back to where they came from on the grounds of the Dublin regulation. For example, out of the 27 that applied for asylum in the year 2017 on the grounds of being a minor only 10 were granted further legal proceedings.
An unaccompanied minor that arrives in Iceland has to be interviewed by the police and The Directorate of Immigration. It must also go through age profiling to confirm it is truly a minor, i.e. under the age of 18 and therefore entitled to get the position of an unaccompanied minor refugee. Many criticise these procedures and argue that the science behind the age profiling is not accurate enough to estimate the correct age within a few months margin of error. It goes without saying that the country cannot offer asylum to each and every individual that applies for it. Therefore, there needs to be a good and an efficient system in place for application processing and for the individuals that arrive.
The Rights of unaccompanied children that arrive in Iceland is governed both by international agreements and by Icelandic laws. However, the procedures when they arrive are inadequate and the minors are kept amongst adults while their applications are being processed. That goes against UN’s “the Convention on the Rights of the Child” agreement where it is agreed that children are not safe amongst grown, adult strangers. A new bill has been submitted on a proposal for amending laws number 80/2016 in regard to foreigners. The bill suggests preparing a welcoming centre and welcoming home for children so they can be separated from adults.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Réttur fylgdarlausra flóttabarna á Íslandi.pdf | 487.67 kB | Lokaður til...31.05.2024 | Heildartexti |