is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34012

Titill: 
  • Birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni innan íslenskra starfstétta : innihaldsgreining á hluta af #metoo frásögnum kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginþema þessarar rannsóknar var að skoða birtingarmynd á kynferðislegri áreitni á milli ákveðinna starfstétta á íslenskum vinnumarkaði. Stuðst var við frásagnir íslenskra kvenna sem birtar voru í Me too hreyfingunni. Me too hreyfingin er barátta kvenna um allan heim gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Með hreyfingunni vildu konur varpa ljósi á það hversu umfangsmikið vandamál kynferðisleg áreitni og ofbeldi er. Áhersla var lögð á hreyfinguna hér á landi. Rannsóknarspurningarnar sem leitast var svara við voru Hvernig birtist kynferðisleg áreitni innan ákveðinna íslenskra starfstétta sem stigu fram í kjölfar Me too hreyfingarinnar? og Hver er það sem beitir þeirri kynferðislegu áreitni?. Framkvæmd var innihaldsgreining á hluta af #metoo frásögnunum þ.e. frá konum í sviðslistum og kvikmyndagerð, í stjórnmálum, í heilbrigðisþjónustu og konum í flugi, til að reyna að svara rannsóknarspurningunum. Með innihaldsgreiningunni var leitað svara um hvernig áreitni væri að ræða. Einnig var birtingarmynd þeirrar kynferðislegu áreitni sem kom í ljós borin saman á milli áður nefndra starfstétta. Við þann samanburð var stuðst við femínísk hugtök, en ásamt því var notast við valda kenningar. Áhugavert var að leita svara við seinni spurninguni til að sjá birtingarmynd valdamisræmis innan starfstéttanna, líkt og við innihaldsgreininguna var litið til femínískra hugtaka og hugmyndafræði í leit af þeim svörum. Skoðuð voru þau markmið sem fylgdu frásögnum frá starfstéttunum sem stigu fram og hvort þeirra kröfum hafði verið mætt. Einnig vöknuðu vangaveltur um það af hverju konur fengu hljómgrunn núna, þar sem frásagnir í kjölfar Me too hreyfingarinnar höfðu að geyma sögur um áreitni sem átti sér stað fyrir mörgum árum. Sömuleiðis eru frásagnir þar sem konur segja frá, en fá litla sem enga áheyrn. Niðurstöður leiddu í ljós að kynferðisleg áreitni þreifst innan allra stétta. Birtingarmyndin er mismunandi eða í formi þöggunar, umræðuleysis og valdamisræmis. Með notkun feminískra hugtaka fékkst yfirsýn yfir það hvernig valdamisræmi kynjanna þrífst í feðraveldinu í formi kynhlutverka. Undirskipun vegna þeirra kynhlutverka spilar síðan þátt í viðhalda þöggun og svipta þær rödd sinni.

    Lykilorð: Metoo, innihaldsgreining, kynferðisleg áreitni, valdamisræmi, þöggun

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to see how sexual harassment takes form between certain professions in the Icelandic labour market. The stories from Icelandic women published in the Me too movement in Iceland were used for the research. The Me too movement is an international movement for women against sexual harassment and violence. With the movement, women wanted to shed a light on how extensive sexual harassment and violence is. The focus in this study was on the movement in Iceland. The research questions were How does sexual harassment take form within certain Icelandic profession that stepped forward with their stories following the Me too movement? and Who is the perpetrator in each profession?. To find the answer for those questions, a content analysis on the stories from women in performing arts and filmmaking, in politics, in healthcare and women in flight, was made. By doing so, we were trying to find out what kind of sexual harassment takes form within the professions mentioned above. Then, the previously mentioned professions were compared, regarding to the type of sexual harassment found out to be within the professions. When doing the comparison, a feminist ideology and concept were used, as well as power theories. It was interesting to look for answers for the second research question, to see how power discrepancies appears within the professions. As same as with the previous research question, a feminist ideology and concepts were used to help find the answer. The study also looked at which goals and demands the women had when they stepped forward and told their stories, and if these demands had been responded to. One perspective that came up during the research, was why women got so much adherent now, but not sooner. The stories contained reports of sexual harassments that had happened for many years ago. Also reports from women who had opened up and told people about their experience, but no one listened to them. The findings suggested that sexual harassment thrives inside all the professions mentioned. How it appears, differ between professions, in the form of silencing, lack of discussion and power discrepancies. With the use of feminist ideology, an overview over the power discrepancies between the sexes, and how it thrives within the patriarchy, for example in the form of gender roles, was gotten. The subordination because of these gender roles play a big role in maintaining the silencing and depriving women of their voices.

    Key terms: Metoo, content analysis, sexual harassment, gendered power discrepancy, silencing

Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni-birtingarmynd-kynferðislegrar-áreitni-og-innihaldsgreining.pdf742.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna