is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34013

Titill: 
 • Fá allir að blómstra? : um lærdómssamfélag og starfsánægju í leikskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á starfsaðstæður og starfsánægju almenns starfsfólks, faglærðs og ófaglærðs, á deildum leikskóla og tengslum þessa við áherslur aðalnámskrár um leikskólann sem lærdómssamfélags.
  Gerð var megindleg rannsókn í fimm leikskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem litið var til fimm vídda lærdómssamfélagsins: sameiginlegrar styðjandi forystu; sameiginlegra gilda og sýnar; sameiginlegs náms og beitingar; samstarfs um faglegt starf á vettvangi og styðjandi aðstæður. Kannað var að hvaða marki starfsumhverfi leikskólans samræmdist þessum einkennum lærdómssamfélags og áherslum aðalnámskrár um leikskólann sem lærdómssamfélag. Þá var kannað hvort tengsl væri að finna á milli einkenna lærdómssamfélags og starfsánægju. Einnig er gerð grein fyrir hvötum og hindrunum í starfsumhverfi leikskólans í tengslum við leikskólann sem lærdómssamfélag.
  Megin niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að almennt upplifðu starfsmenn einkenni lærdómssamfélags. Þegar skólarnir fimm voru á hinn boginn bornir saman sýndu niðurstöður að þrír skólar störfuðu mun frekar í anda lærdómssamfélags en tveir skólar sýndu síður einkenni lærdómssamfélag. Þeir starfsmenn sem unnu í skólunum þremur sem störfuðu í anda lærdómssamfélags voru ánægðari en þeir sem störfuðu í hinum tveimur skólunum sem síður báru einkenni lærdómssamfélags og skiptu síður um starf. Þá sýndu niðurstöður jafnframt að af starfsmönnum fundu leikskólakennarar bestu samsvörunina í öllum víddum lærdómssamfélagsins og skiptu jafnframt síður um starf en þeir sem voru ófaglærðir/leiðbeinendur. Ófaglærðir starfsmenn voru síður ánægðir í starfi og voru líklegri til að skipta um starf. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að mikilvægt sé að starfa í anda lærdómssamfélags eins og aðalnámskrá kveður á um. Augljósir hvatar lærdómssamfélags fólu í sér starfsánægju, faglega þekkingu, samvinnu og stuðning. Þá voru hindranirnar stjórnskipulag leikskóla og of lítill tími til skipulagningar.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study is to shed light on the working environment and job satisfaction of general and professional preschool staff and to explore how those two factors are connected to the primary school curriculum’s emphasis on making preschool a learning community.
  A quantitative study, conducted in five preschools in the capital area, looks at the five dimensions of the learning community: shared and supportive leadership; shared values and vision; collective learning and application; shared personal practice and supportive conditions. The study examines to what extent the preschool working environment conforms to these dimensions of the learning community and to the primary school curriculum’s emphasis on making preschool a learning community. Furthermore, the study looks at whether there is a connection between the characteristics of the learning community and job satisfaction. Motivations and barriers in the preschool working environment with regard to preschool as a learning community are also explained.
  The main results of the study indicate that employees generally experience the characteristics of a learning community. When the five schools are compared, however, the results show that three of them were more active than the other two as learning communities. The staff members in these three schools are happier and more likely to stay at their jobs. The results also show that the professional teachers conform better to all the dimensions of the learning community than does the general staff and are more likely to stay at their jobs. The general staff members are less happy at work and more likely to change jobs.
  The results of the study indicate that it is important to work as a learning community, as suggested in the primary school curriculum. Obvious motivations of the learning community include job satisfaction, professional knowledge, collaboration and support. Preschool management structure and too little time for planning, on the other hand, are the obvious barriers.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SB_Lokaritg. 1. júní 2019.pdf3.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna