is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34014

Titill: 
 • „Það eru flestir að gera sitt besta, en það er sjaldnast nóg“ : hvernig grunnskólakennarar koma til móts við ólíka stöðu nemenda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 2008 byggir opinber menntastefna á Íslandi á hugmyndum um skóla án aðgreiningar. Í ljósi þess er mikilvægt að allir í skólasamfélaginu vinni saman að því að tryggja skólastarf án aðgreiningar. Kennarar þurfa að vera reiðubúnir til að takast á við fjölbreyttan nemendahóp og síbreytilegar kröfur samfélagsins til skóla og menntunar. Þessar kröfur kalla á stöðuga leit kennara að leiðum, skipulagi og framkvæmd til að hver nemandi fái menntun við hæfi.
  Markmið rannsóknarinnar var að skilja hvernig grunnskólakennarar koma til móts við ólíka stöðu nemenda, hvaða þættir það eru sem auðvelda þessa vinnu kennara og hvort starfsreynsla kennara hafi áhrif á framgang menntunar í skóla án aðgreiningar.
  Notuð var eigindleg tilviksrannsókn til að lýsa því hvernig grunnskólakennarar koma til móts við ólíka stöðu nemenda. Viðtöl voru tekin við sex grunnskólakennara, fjórar konur og tvo karlmenn, sem skiptast í tvo hópa. Annars vegar var hópur með kennurum sem höfðu þriggja ára eða styttri starfsreynslu og hins vegar var hópur með kennurum sem voru með yfir tuttugu ára starfsreynslu. Karlkyns kennari var í hvorum hóp.
  Helstu niðurstöður voru þær að kennurum gengur ekki eins vel að koma til móts við ólíka stöðu nemenda og þeir vilja. Það er togstreita milli væntinga og þess sem kennurum tekst að framkvæma sem leiðir gjarnan til samviskubits og neikvæðni út í opinbera menntastefnu landsins. Þeir þættir sem virðast auðvelda kennurum að koma til móts við ólíka stöðu nemenda eru starfsreynsla, samvinna, fjölbreyttir kennsluhættir og kennsluaðferðir, tímastjórnun og forgangsröðun í starfi kennara.
  Af niðurstöðum má álykta að til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar nái fótfestu í íslensku menntakerfi þurfi ýmislegt að breytast, t.d. þurfi meira samstarf og samvirkni meðal þeirra sem að skólastarfinu koma. Kennarar þurfa aukinn stuðning og viðeigandi undirbúning, sem og þekkingu á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar.

 • Útdráttur er á ensku

  The Primary School Act from 2008 states that the official education policy in Iceland is based on the ideology of inclusive education. In that light, it is important that the whole school community work together to ensure an inclusive school system. Teachers must be prepared to deal with diverse group of students and the ever-changing demands of society on schools and education. These demands call for an endless search for new methods, organisation and implementation so that each student receives an appropriate education.
  The aim of this study was to get an understanding of how compulsory education teachers approach diverse students, which elements facilitate these approaches and whether teachers experience influences the successful implementation of inclusive education. A qualitative case study was used to describe in what ways teachers approach students with different needs. Six compulsory education teachers were interviewed, four women and two men, forming two distinct groups. On the one hand were teachers with three years teaching experience or less, on the other a group of teachers with over twenty years teaching experience. Each group had one male teacher.
  The main findings were that teachers are not as successful in meeting students’ different needs as they would like. There is a conflict between expectations and the reality of what teachers can accomplish, which can lead to issues of guilt and negative views on the national education policy. The factors that seem to facilitate successful approaches to students with different needs are teaching experience, cooperation, varied teaching practices and teaching methods, time management and prioritising.
  From the findings, one can conclude that for the ideology of inclusive education to get a foothold in the Icelandic education system, various changes have to be made, such as increasing cooperation and interoperability between those working within the system and providing teachers with increased support and appropriate preparation, as well as knowledge of the ideology of inclusive education.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.06.2050.
Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf70.08 kBLokaður til...01.06.2050EfnisyfirlitPDF
Heimildir.pdf208.55 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf83.46 kBLokaður til...01.06.2050FylgiskjölPDF
Med_Kolbrún Sveins_2019.pdf721.12 kBLokaður til...01.06.2050HeildartextiPDF