Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34016
Efnahagur heimsins alls byggir að miklu leyti á siglingum kaupskipa um höfin. Í þessari ritgerð eru hentifánaskráningar til umfjöllunar. Með hentifánaskráningu er átt við þegar rekstraraðilar kaupskipa skrá skip sín í öðru landi en heimalandi rekstraraðilans. Vísbendingar liggja fyrir um að þetta sé gert til þess að forðast skatta og gjöld sem annars
þyrfti að greiða í heimalandinu, sem og kröfur sem lúta að aðbúnaði og réttindum starfsfólks. Þær réttarreglur sem reynir á þegar hentifánaskráningar eru annars vegar eru aðallega að finna í Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna sem og fjölmörgum öðrum
alþjóðasamningum sem gilda um siglingamál. Í ritgerðinni er fjallað um þessar réttarreglur, hvaða þýðingu þær hafa í tengslum við hentifánaskráningar ásamt því að dómaframkvæmd á sviðinu er athuguð. Við hið síðastnefnda er horft til fyrirliggjandi fordæma Alþjóðlega hafréttardómsins. Ýmis álitamál eru fyrir hendi þegar kemur að hentifánaskráningu. Í ritgerðinni eru þessu álitamál könnuð frá báðum hliðum, ef svo má að orði komast, þ.e. kostir og gallar við hentifánaskráningu. Í ljósi þess hversu útbreiddar hentifánaskráningar eru má vera ljóst að kostirnir eru þó nokkrir, en í ritgerðinni er líka varpað ljósi á þau neikvæðu áhrif sem alþjóðasamtök og fræðimenn hafa bent á. Í ritgerðinni er að endingu einnig varpað ljósi á stöðuna með tilliti til umfjöllunarefnis ritgerðarinnar og þá þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum.
The global economy is quite reliant on the traffic of merchant ships on the seas. The topic of this thesis is Flags of Convenience. A Flag of Convenience is a term used to describe when ship owners register their ship in a foreign country. Indications suggest that this is done to avoid taxes and fees that otherwise would have to be paid in the home country, as well as requirements that have to do with workers’ rights and working conditions. The rules and regulations governing this area of international law are found in the United Nations Convention on the Law of the Sea and various other international agreements on maritime traffic. The thesis explores these rules and regulations, their meaning in relation to Flags of Convenience and relevant case law of the International Tribunal of the Law of the Sea. Many contentious issues are evident when it comes to Flags of Convenience. This thesis looks at both sides of the issues, i.e., advantages and disadvantages of Flags of Convenience. Due to the fact that Flags of Convenience is a widespread practice is can be assumed that the advantages are numerous, but the thesis also sheds light on the negative effects that international organisations and scholars have pointed out. Finally, the thesis also sheds light on the situation in Iceland when it comes to the topic of the thesis and recent developments.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA2019.pdf | 939.43 kB | Lokaður til...12.06.2030 | Heildartexti |