is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3403

Titill: 
  • Börn sem beita kynferðislegu ofbeldi: eigindleg nálgun. Reynsla og sýn fagfólks á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kynferðisofbeldi, sem börn verða fyrir, er í mörgum tilfellum framið af einstaklingum sem sjálfir eru á barnsaldri. Þó að kynferðisofbeldi af hálfu barna hafi lengi viðgengist hófst vinna með unga gerendur ekki fyrr en á níunda áratug síðustu aldar. Til að fá mynd af þessum hópi barna, sem hefur beitt kynferðislegu ofbeldi hér á landi, voru tekin eigindleg viðtöl við sex fagmenn sem hafa reynslu af vinnslu mála er varða unga gerendur. Niðurstöður gáfu til kynna að oft nægði minniháttar íhlutun fagfólks til að stöðva óviðeigandi kynferðishegðun barns. Áhersla var lögð á að gerendur fengju aðstoð frá fagaðilum sem hefðu þjálfun í meðferð mála af þessu tagi þar sem íhlutun vanhæfra aðila gæti haft skaðleg áhrif á barnið. Mikilvægasta forvörnin felst í uppeldi barna. Fræðsla til foreldra, um hvaða leiðir er hægt að fara til að upplýsa börn sín um kynferðisleg málefni og ábyrgð þeirra á innleiðingu jákvæðra hugmynda, spilar þó eitt mikilvægasta hlutverkið í baráttunni við kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Samþykkt: 
  • 11.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildigunnur_Arnadottir_forsida_fixed.pdf9.75 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Hildigunnur_Arnadottir_utdrattur_fixed.pdf43.21 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Hildigunnur_Arnadottir_fixed.pdf528.69 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna