en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3404

Title: 
 • Title is in Icelandic Malaria prevention. Use of bed nets and environmental factors in Guinea-Bissau
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Skordýraeitruð moskítónet (ITNs) eru ein ódýrasta og besta leiðin til
  að forðast malaríusmit og lækka dánartíðni barna undir 5 ára aldri. Netin eru þó
  kostnaðarsöm og eru því í vaxandi mæli niðurgreidd eða þeim dreift ókeypis.
  Heilbrigðisyfirvöld í Gíneu-Bissá og Unicef dreifðu um 240 þúsund rúmnetum til
  barna undir 5 ára aldri árin 2006 og 2007.
  Markmið: Skoða malaríuvarnir í Gíneu-Bissá, og þá sérstaklega notkun
  moskítóneta en einnig uppruna þeirra, dreifingu og álit notenda á þeim. Einnig eru
  skoðaðir helstu umhverfisþættir.
  Aðferðafræði: Rannsóknin náði til fjögurra strandhéraða og stóð frá hápunkti
  regntímabils í ágúst fram í miðjan nóvember 2007. Gögnum var safnað með
  opnum einstaklingsviðtölum, hópviðtölum, þátttökuathugunum og stöðluðum
  spurningalista. Rannsóknin hlaut tilskilin leyfi stjórnvalda.
  Niðurstöður: Moskítónet eru talin ómissandi yfir regntímann og þau eru einungis
  notuð til að verjast skordýrabitum. Aðrar skordýrarvarnir byggja á notkun reyks.
  Flest net í notkun eru keypt óskordýraeitruð og óniðurgreidd á frjálsum markaði. Í
  mörgum héruðum er netanotkun yfir 90% og margir einstaklingar sofa undir
  hverju neti. Afskekkt svæði, svo sem litlar eyjar, hafa takmarkaðan aðgang að
  mörkuðum, kostnaður við kaup á netum er hár og netanotkun þar er tiltölulega
  lítil. Slík svæði þurfa sérstaka athygli við dreifingu og markaðsfærslu
  moskítóneta.
  Ályktun: Dreifing heilbrigðisráðuneytisins á moskítónetum fór vel fram og netin
  komust í réttar hendur. Tryggja þarf heilbrigðisráðuneytinu fjármagn til lengri
  tíma fyrir reglubundna dreifingu neta til ófrískra kvenna og ungabarna auk
  endureitrunar neta. Hundrað ára saga baráttu gegn malaríu sýnir þó að
  sjúkdómnum verður ekki eytt með einni nálgun. Samræma þarf mismunandi
  aðferðir til að ná árangri og kljást þarf við malaríu sem hluta af stærra vandamáli
  fátæktar.

Accepted: 
 • Oct 11, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3404


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Baldur_Steinn_Helgason_fixed.pdf3.1 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_BaldurSteinn.pdf418.42 kBLockedYfirlýsingPDF