Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34056
Rannsóknarskýrsla þessi er lokaverkefni til B.Ed.- gráðu í grunnskólakennslu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið þessarar rannsóknarskýrslu er að varpa ljósi á þá orðræðu sem hefur myndast um endurtekningu á námskeiðum í kennaranáminu og þá sérstaklega á meistarastigi. Leitast verður eftir að fá svör við því hvort um endurtekningu sé að ræða, hvar þessa endurtekningu er að finna í náminu og í hverju hún er fólgin. Fræðilegi bakgrunnur skýrslunnar inniheldur nokkra undirkafla um kennaramenntunina í gegnum árin, lög og reglugerðir, skipulag, inntak kennaranámsins, lengingu námsins í fimm ár og fyrri skrif um endurtekningu í kennaranáminu.
Spurningalisti með opnum spurningum var sendur til allra fimmta árs nemenda sem höfðu lokið B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræðum. 62 nemendum var boðin þátttaka og voru einungis 11 sem svöruðu spurningalistanum og sendu hann til rannsakenda. Meginniðurstöður eru þær að svör þátttakanda voru að mörgu leyti einróma um að töluverða endurtekningu megi finna í námskeiðum kennaranámsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 359,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
„Ég á að vinna nákvæmlega sama verkefni og ég vann í grunnnáminu hjá sama kennara.“ Viðhorf meistaranema til endurtekninga í kennaranámi.pdf | 562,14 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |