is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34058

Titill: 
  • Gagn af gamni : notkun leikja í tungumálakennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni verður skoðað notagildi leikja í tungumálakennslu. Skoðað verður hvernig áhrif leikir hafa á nemendahópa og hvort að það veki meiri námsáhuga að brjóta kennsluna upp með stuttum leikjum.
    Í verkefninu verður fyrst farið yfir fræðilegan bakgrunn í tengslum við nemendamiðað nám, því næst er farið yfir samspil tungumálakennslu og leikja innan kennslunnar. Skoðað verður hvers konar leikir henta í tungumálakennslu og hvenær sé viðeigandi að brjóta upp kennslu með leikjum. Í lokin verða teknir saman leikir sem hafa ákveðin menntagildi sem henta vel í stutt uppbrot á kennslunni.
    Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að leikir vekja áhuga nemenda á náminu og æfa nemendur í ýmsum færniþáttum, auka orðaforða og þjálfa flæði nemenda í markmálinu.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagn af gamni_.pdf249.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
60132262_394590374476645_7865947799047634944_n.jpg94.95 kBLokaðurYfirlýsingJPG