is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34061

Titill: 
  • Nú vandast málið : viðhorf grunnskólakennara til íslensks máls og námsmats í íslensku með hliðsjón af kenningum um tungumálið sem menningarlegt auðmagn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er málfar sem hluti af kennslu og námsmati í íslensku á efsta stigi grunnskólans. Gerð er grein fyrir kenningum fræðimanna um máltilfinningu, málfarslegan veruhátt og tungumálið sem menningarauðmagn ásamt þeim verðmætum sem felast í góðu valdi á tungumálinu á vettvangi skólans. Leitast er við að varpa ljósi á áherslur stjórnvalda um málfarskennslu í grunnskólum, vægi málfars í einkunnum nemenda og hvernig sá þáttur er metinn í verkefnum og prófum. Höfundar framkvæmdu könnun á bakgrunni íslenskukennara á efsta stigi grunnskólans, viðhorfi þeirra til íslensks máls og málfræðikennslu og því hvernig námsmati þeirra er háttað með tilliti til málfars. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að eiginlegri málfarskennslu sé mismikið sinnt innan skólanna og að menningarlegur bakgrunnur kennara og viðhorf þeirra til málfarsleiðréttinga hafi áhrif á vægi málfars í námsmati. Í ljósi þess telja höfundar að samræma þurfi betur málfarskennslu í íslensku skólakerfi og að setja þurfi skólum skýrari viðmið um vægi málfars í námsmati.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf426.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Nú vandast málið - Lokaverkefni til B.Ed.-prófs.pdf458.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna