is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34062

Titill: 
  • Áherslur aðalnámskrár grunnskóla á tímum loftslagsbreytinga : rými í skólastarfi fyrir áherslur loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna frá 2018 og Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum hefur valdið loftslagsbreytingum sem nú eru komnar á það stig að líf á jörðinni er í hættu og afleiðingar þeirra bitna verst á komandi kynslóðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) gaf út skýrslu í október 2018 þar sem kom fram að þau markmið sem sett hafa verið um takmörkun á hlýnun jarðar virðast ekki vera að nást, tíminn til að breyta um stefnu sé naumur og því sé brýn þörf á róttækum breytingum á öllum sviðum samfélagsins. Þar kemur fram að ein áhrifaríkasta aðgerðin til þess að sporna við loftslagsbreytingunum sé menntun. Skýrslan leggur einnig áherslu á 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og innleiðingu þeirra. Markmið þessa lokaverkefnis var að skoða að hvaða leyti áherslur skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá 2018 um loftslagsbreytingar og aðgerðir til að sporna við þeim ríma við áherslur aðalnámskrár grunnskóla frá 2011. Beitt var orðræðugreiningu við rýni og samanburð á aðalnámskrá grunnskóla og skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður benda til að mikill samhljómur sé á milli þess sem aðalnámskráin kynnir og áherslna loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í því felst að skýrt svigrúm er til staðar fyrir grunnskóla landsins til þess að leggja áherslu á menntun um loftslagsbreytingar og aðgerðir til að sporna gegn þeim.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhersla aðalnámskrár grunnskóla á tímum loftslagsbreytinga - lokaverkefni.pdf389,93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing .pdf134,74 kBLokaðurYfirlýsingPDF