is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34063

Titill: 
  • Uppgötvunarnám í málfræðikennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að málfræðikennsla hefur lítið breyst síðustu 30 árin þegar kemur að námsefni og kennsluaðferðum. Meiri fjölbreytni virðist vanta í vali á kennsluaðferðum enda er kennarinn oft í aðalhlutverki og verkefnabækur ráða ferðinni. Þessir kennsluhættir uppfylla ekki kröfur sem settar eru fram í aðalnámskrá grunnskólanna. Því var tilgangur verkefnisins að færa rök fyrir því að uppgötvunarnám henti vel til að kenna málfræði, fá nemendur til að rannsaka tungumálið og gera þá meðvitaða um eigin þekkingu, sem er einmitt eitt af markmiðum málfræðikennslu í námskránni. Heimildaöflun fólst í að afla upplýsinga um kennsluaðferðina og hvernig hún hefur verið notuð í gegnum tíðina. Auk þess að skoða heimildir um hvernig málfræðikennsla er í íslenskum grunnskólum bæði hvað varðar kennsluaðferðir og námsefni. Í ljós kom að uppgötvunarnám gæti hentað vel í þeim tilgangi að rannsaka tungumálið og til að gera nemendur meðvitaða um eigin þekkingu. Hins vegar yrði stærra verkefni að aðlaga uppgötvunarnám að íhaldssamari þáttum málfræðikennslunnar eins og orðflokkagreiningu. Þrátt fyrir það virðist löngu kominn tími á breytingar enda hefur málfræðin verið gagnrýnd í meira en 100 ár. Þetta verkefni er mikilvægt framlag til þeirrar umræðu. Það getur vakið athygli á þeirri stöðnun sem virðist vera í málfræðikennslunni ásamt því að koma með tillögu að leið til að breyta ástandinu.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf443.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman - Yfirlýsing.pdf45.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF