is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34068

Titill: 
  • Þjóðlegar gersemar : þjóðbúningagerð fyrir unglingastigið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er greinargerð ásamt verkefnahefti með fræðilegum hluta um hvernig nýta megi íslenska þjóðbúninga sem kennsluefni fyrir nemendur á unglingastigi. Markmiðið er að auka áhuga þeirra á þjóðbúningum og handverki. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig má nýta einfalda þjóðbúningagerð sem kennsluefni í textílmennt fyrir drengi og stúlkur á unglingastigi grunnskólans? Þjóðbúningar fela í sér fjölbreytilegt handverk og hafa þróast eftir efni og aðstæðum á hverjum tíma. Leitað var heimilda og gagna í útgefnu efni og greinum sem fjölluðu um útlit og gerð íslenskra þjóðbúninga. Ákveðið var að vinna með 19. aldar upphlutsbúning fremur en 20. aldar vegna fjölbreytni í litavali, sköpun og hönnun sem fellur vel að hæfniviðmiðum textílmenntar í Aðalnámskrá grunnskóla. Í verkefnaheftinu sem fylgir greinargerðinni eru leiðbeiningar fyrir upphlutsbol með skrautborðum, svuntu og einföldu pilsi fyrir stúlkur og þjóðbúningavesti fyrir drengi. Einnig fylgja leiðbeiningar fyrir hálsklút, skotthúfu, sauðskinnsskó úr efni og íleppa. Gert er ráð fyrir að nemendur noti tilbúnar hvítar skyrtur og drengirnir einlitar og sígildar buxur. Gerðar voru nokkrar tilraunaprufur af sniðum sem höfundur fann af upphlutsbol og karlmannsvesti. Síðan voru gerðar breytingar á sniðunum og þau aðlöguð fyrir nemendur og til að auðvelda endurgerð búningsins. Með verkefnaheftinu fylgja einnig snið fyrir upphlutsbol og vesti í þremur stærðum og sauðskinnsskóm úr efni í stærð 36-39 og ættu því flestir nemendur að geta fundið snið við hæfi.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð B.Ed..pdf365.77 kBLokaður til...01.06.2034GreinargerðPDF
Verkefnahefti- B.ed..pdf8.04 MBLokaður til...01.06.2034VerkefnaheftiPDF
Yfirlýsing á pdf.pdf1.44 MBLokaðurYfirlýsingPDF
yfirlýsing_SO.pdf54.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF
skemman.PNG612.69 kBLokaðurYfirlýsingPNG