Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34071
Þetta verkefni fjallar um hugtakið samþykki í tengslum við kynfræðslu í grunnskólum landsins. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig kynfræðslu er háttað í nokkrum völdum grunnskólum og hvort hugtakið samþykki sé kennt. Innan verkefnisins er rannsókn sem er eigindleg nálgun í formi einstaklingsviðtala við fjóra samfélagsgreina kennara í ákveðnum skólum. Fyrst er farið yfir skilgreiningu á hugtakinu samþykki út frá nokkrum sjónarhornum. Rætt er um kynfræðslu í grunnskólum og rökfærslu fyrir því að kenna um hugtakið samþykki út frá Aðalnámskrá. Farið er stuttlega yfir átaks verkefnið Sjúkást og fræðsluefni frá jafnréttisskólanum gerð skil. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þessir fjórir grunnskólar hafa öðruvísi nálgun að kynfræðslu heldur en skólar í Bandaríkjunum og sum staðar í Evrópu. Kynfræðsla var lengi vel aðeins um kynsjúkdóma og getnaðarvarnir en nú eru kennarar farnir að taka fyrir marga af þeim félagslegu hlutum sem koma kynfræðslunni við. Það er samt rosalega mikið á herðum hvers og eins kennara hvernig kynfræðslan er. Þetta lokaverkefni mætti nýta sem rökstuðning til að búa til námsefni til að fræða kennara sem kenna kynfræðslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 467.29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_Elín_Hulda.pdf | 182.54 kB | Lokaður | Yfirlýsing |