Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34072
Meginmarkmið þessa verkefnis er að draga fram hvernig er hægt að nýta nærumhverfi Borgarnes sem uppsprettu náms nemenda í daglegu skólastarfi grunnskóla. Verkefnið er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í Grunnskólakennarafræðum við deild faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og skiptist í tvennt. Annars vegar greinargerð og hins vegar verkefnasafn fyrir grenndarkennslu í Borgarnesi. Í greinargerðinni er greint frá fræðilegum bakgrunni verkefnasafnsins eins og hugtökunum grenndar-, safna-, og útikennsla og hvernig þau birtast í aðalnámskrá í samhengi við umfjöllun um gildi fjölbreyttra kennsluaðferða. Fjallað er um þrjá fræðimenn þá John Dewey, Lev Vygotski og Piaget og hugmyndir þeirra um nám og þroska barna og hvernig þær hugmyndir höfðu áhrif á mótun verkefnasafnsins. Verkefnasafnið skiptist í þrjá hluta sem hver tengist ákveðnu efni. Hver hluti hefst á stuttri umfjöllun um stað eða þema. Á eftir umfjölluninni eru kynnt nokkur verkefni sem henni tengjast, samtals 16 verkefni sem eru ýmist grenndar-, safn-, og útikennsluverkefni þar sem viðfangsefnið og vettvangurinn er nærumhverfi Borgarness.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Grenndar-, safna og útikennsla í Borgarnesi-Greinargerð.pdf | 497,2 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Grenndar-, safna og útikennsla í Borgarnesi-Verkefnasafn.pdf | 649,21 kB | Opinn | Verkefnasafn | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 170,96 kB | Lokaður | Yfirlýsing |