is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34073

Titill: 
  • Útikennsla í samfélagsgreinum á Íslandi og Svíþjóð : rýni í aðalnámskrár grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að greina með hvaða hætti áhersla á útikennslu birtist í samfélagsgreinum í aðalnámskrám grunnskóla á Íslandi og Svíþjóð. Greining námskrána fór annars vegar fram með endurteknum lestur þeirra til að fá heildaryfirlit yfir áherslur í
    samfélagsgreinum og hins vegar fór fram orðaleit þar sem leitað var að algengum hugtökum tengdum útikennslu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að námskrárnar fyrir samfélagsgreinar á Íslandi og Svíþjóð eru með svipuðum grunntón sem leggur áherslu á að nemendur læri að láta sig varð nærumhverfi sitt og samfélag og taki þátt sem virkir borgarar í lýðræðisríki. Ramminn sem sænskir kennarar fá til að fylgja er talsvert ítarlegri en sá íslenski og virðast íslenskir kennarar hafa meira frelsi til að móta áherslur í sinni kennslu, ekki bara um aðferðir heldur líka inntak. Hins vegar virðist munur á námskránum í samfélagsgreinum með hliðsjón af útikennslu helst birtast í því að hugtök tengd útikennslu koma oftar fyrir í þeirri íslensku, hugtök tengd reynslu nemenda og upplifun oftar í þeirri sænsku og samfélagsgreinar fá meira rými í þeirri sænsku en þeirri íslensku.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
307_Erla_Sif_Karlsdóttir_Útikennsla_í_samfélagsgreinum_á_Íslandi_og_Svíþjóð__Rýni_í_aðalnámskrár_grunnskóla_127858_1867777666.pdf385.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Erla_Sif.pdf245.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF