Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34074
Þessi greinargerð fjallar um mikilvægi samþættingar og fjölbreyttra kennsluaðferða í skólastarfi. Henni fylgir kennsluleiðbeiningar sem innihalda skemmtileg, áhugaverð og fjölbreytt verkefni. Trú mín á notkun fjölbreyttra kennsluaðferða og samþættingu í skólastarfi var kveikjan að þessu verkefni. Nemendur eru fjölbreyttir og því er mikilvægt að skólastarf þeirra sé einnig fjölbreytt, svo að allir fái tækifæri til þess að þroskast í námi og láta ljós sitt skína.
Kennsluleiðbeiningarnar sem er hluti þessa verkefnis eru búnar til út frá Sögueyjunni 1. hefti – seinni hluta (2012) eftir Leif Reynisson. Fyrirmynd kennsluleiðbeininganna er Kennarabók með Í fullorðinna tölu (2001) eftir Lilju M. Jónsdóttur. Í þessum kennsluleiðbeiningum eru verkefnin byggð á umfjöllunarefni Sögueyjunnar en þau eru sett upp svo að kennarar geti notað þau í kennslu sinni án mikillar fyrirhafnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni til B.Ed. prófs Kennarabók kthg8.pdf | 506.71 kB | Opinn | Kennarabók | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni til B.Ed. prófs kthg8 skil.pdf | 421.96 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Skemma yfirlýsing kthg8 skil.pdf | 233.37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |