is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34075

Titill: 
  • Stærðfræðihringekjur : fjölbreyttir kennsluhættir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kennaranáminu er lögð rík áhersla á að tilvonandi kennarar tileinki sér fjölbreyttar kennsluaðferðir. Í námi okkar á vettvangi sem og í starfi okkar sem kennarar í grunnskóla höfum við orðið vör við hversu fábreyttir kennsluhættir eru oft á tíðum. Rannsóknir sýna að algengasta kennsluformið í íslenskum grunnskólum er þar sem kennari kemur með innlögn og nemendur vinna í framhaldinu sjálfstætt í vinnubók. Eftir að hafa orðið vör við þetta kennsluform í miklum mæli langaði okkur að búa til verkefnabanka sem gæti nýst kennurum um allt land til þess að auka fjölbreytni í kennslu. Markmiðið var að búa til kennsluefni fyrir yngsta stig grunnskóla þar sem áhersla væri lögð á tölur og reikning annars vegar og rúmfræði og mælingar hins vegar. Kennsluefnið inniheldur hugmyndir af verkefnum til að nota í hringekjum þar sem hver efnisþáttur er skoðaður ítarlega frá mismunandi sjónarhornum til þess að stuðla að dýpri skilning nemenda á efninu. Við val á viðfangsefnum og verkefnum var lögð áhersla á að nemendur fengu fjölbreytt námstækifæri og nýttu árangursríkar leiðir til náms. Vinna við verkefnið dýpkaði skilning okkar á fjölbreyttum aðferðum til kennslu og teljum við að þær hugmyndir og aðferðir sem við styðjumst við í verkefninu muni nýtast okkur vel við kennslu. Verkefnabankinn birtist á opinni vefsíðu á netinu og sjáum við fram á að bæta hinum inntaksflokkunum, þ.e. algebru og tölfræði og líkindum við safnið í nánustu framtíð.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-B.ed.pdf311.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_AYJ_LG.pdf363.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF