is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34078

Titill: 
 • „Ég hata alla svertingja nema þig“ : upplifun barna sem tilheyra tveimur kynþáttum í íslenskum grunnskólum
 • Titill er á ensku “I hate all black people, except you” : the experience of children of mixed races in Icelandic schools
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ekki eru til margar rannsóknir á Íslandi hvað varðar upplifun barna sem tilheyra tveimur kynþáttum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var því að kanna upplifun barna af tveimur kynþáttum í íslenskum grunnskólum. Rannsóknarspurningin til þess að kanna þetta atriði var: Hver er upplifun barna af tveimur kynþáttum í íslenskum grunnskólum? Undirspurningar til þess að geta betur svarað þessari spurningu voru: Hvernig tengja þau við kynþátt og hvernig skilgreina þau hann? Hafa þessi börn lent í ágreiningi í skólanum sökum útlits síns, fordóma eða staðalímynda? Hvernig líta þau á tungumál í íslensku samfélagi? Eigindlegri aðferðafræði var beitt til þess að leita svara við rannsóknarspurningum. Eitt rýnihópaviðtal var tekið við fjögur börn sem tilheyrðu tveimur kynþáttum. Viðmælendur voru í 7. til 10. bekk og voru bæði af landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru að upplifun barna af tveimur kynþáttum í íslenskum grunnskólum er að mestu leyti góð, en hins vegar er margt sem má bæta í skólakerfinu. Kynþáttur hefur áhrif á upplifun, en einnig á vinatengsl í skólanum hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Viðmælendur höfðu lent í ágreiningi, sömuleiðis upplifað staðalímyndir, rasisma og kynþáttauppnefni. Einnig höfðu allir viðmælendur áður heyrt n-orðið í skólanum, hvort sem því var beint að þeim eða ekki. Upplifun viðmælenda af kennurum í íslenskum grunnskólum var að þeim fyndist óþægilegt eða hunsuðu aðstæður þegar þeir heyrðu eitthvað er varðaði kynþáttauppnefni en því töldu viðmælendur að væri hægt að breyta með frekari fræðslu í skólanum fyrir kennara og nemendur. Einnig upplifðu nemendur að þeir gætu fundið fyrir fordómum frá kennurum jafnt og frá samnemendum, en erfitt væri að gera sér grein fyrir því hvað myndi teljast sem fordómar, væri það vegna húðlitar, tvítyngis eða einungis vegna þess að nemandi og kennari ættu ekki saman.
  Niðurstöðurnar eru mikilvægar til þess að varpa ljósi á upplifun þessara barna og að fundin sé leið innan skólakerfisins til þess að gera sér grein fyrir því að þetta þurfi að ræða.

 • Útdráttur er á ensku

  There are few, if any, research papers in regards to the experience of children of mixed races in Iceland. The main goal with this research paper was to examine what children of mixed races experience in Icelandic schools. The research question asked was: What is the experience of children of mixed races in Icelandic schools? To better answer this question, three sub questions were asked: How do these children connect and define race? Have these children had any confrontations in school regarding how they look, experienced any
  prejudice and/or stereotypes? How do they regard language in Iceland? The research was based on qualitative method using focus groups with four individuals of mixed races. The individuals in question ranged from the 7th to the 10th grade and came from a mixture of city as well as rural surroundings in in Iceland.
  The results of the research showed that the experiences of the individuals were good for the most part. Although, there are things that need to be changed in the school systems. Race does affect the individual’s experience. This is also in regard to connections in their social network at school, whether done unconsciously or consciously. All of the individuals had experienced conflicts of some sort in school, for instance, stereotypes, racism and ethnophaulisms. For example, being called or heard the n-word in school. The overall experience regarding teachers reactions and how they handle these situations was that teachers found it uncomfortable to talk about and would rather ignore the situation. However, all individuals considered this to be easily remidied with further education for both teachers and students. In addition, the individuals experienced prejudice from teachers as well. However, they found it difficult to understand whether this was in regard to the color of their skin or simply their personalities clashing.
  These results are important as they highlight the experience of these children and help the school system to realize that this is something that needs to be addressed.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ameliascholl-lokaskil1.pdf839.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ameliascholl-skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf182.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF