is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34079

Titill: 
 • Rafrænt einelti á skólatíma : algengi þess meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk grunnskóla
 • Titill er á ensku Cyber bullying frequency among pupils in 6th, 8th and 10th grades during school hours
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rafrænt einelti er vel þekkt hugtak í samfélaginu og varð til er rafræn tækni ruddi sér til rúms. Það hefur verið rannsóknarefni margra fræðimanna síðustu árin, ásamt birtingarmyndum þess og boðleiðum.
  Markmið rannsóknarinnar var að skoða algengi rafræns eineltis á skólatíma meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Notuð var megindleg aðferð þar sem hún hentar vel þegar skoða þarf meðaltöl þess sem hægt er að telja, mæla og vega. Hún er einnig hentug þar sem verið er að lýsa ástandi ákveðins hóps. Stuðst var við spurningalista HBSC – Heilsa og lífskjör skólanema og stýrði markmið rannsóknarinnar því hvaða spurningar voru nýttar.
  Niðurstöðurnar leiddu í ljós að um 4,6% nemenda, eða 47,4% þeirra sem telja sig verða fyrir rafrænu einelti, verða fyrir því á skólatíma eða bæði á skólatíma og utan hans. Einnig mátti sjá að 2,2% stúlkna eða 44,2% þeirra sem höfðu orðið fyrir rafrænu einelti töldu sig verða fyrir því á skólatíma og bæði á skólatíma og utan hans, 2,0% eða 48,3% drengja og 0,4% eða 75,0% af kynferðinu annað. Algengara var að 13 – 15 ára nemendur væru bæði gerendur og þolendur og eru drengir líklegri en stúlkur til að sinna hlutverki geranda, þar sem 3,3% drengja og 1,5% stúlkna nýta rafræna miðla til að leggja nemanda í einelti á skólatíma og bæði á skólatíma og utan hans.
  Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar, svo vitað sé til, þar sem kannað er rafrænt einelti á skólatíma bæði hérlendis og erlendis. Hún gefur vísbendingar um hjá hvaða aldurshópum rafræna eineltið er algengast, hvort mikill munur sé á milli kynja sem þolendur annars vegar og gerendur hins vegar og hvar nemendur eru staðsettir er eineltið á sér stað. Úr niðurstöðum má einnig lesa hvort nemendur verði fyrir rafrænu einelti einungis á skólatíma, á skólatíma og utan hans eða einungis utan skólatíma. Niðurstöður gefa því mynd af því hvað þætti væri hægt að einblína á þegar kemur að því að vinna með og uppræta rafræna eineltið.

 • Útdráttur er á ensku

  Cyber bullying is a well-known concept in our society and a result of cyber technology. It has been the research topic of many scholars for the last couple of years, along with its manifestations and channels of communication.
  The aim of this study was to examine the quantity of cyber bullying during school hours. A quantitative method was used because it is suitable when considering the averages of measures that can be measured and weighed. It is also convenient when describing a particular group. The base of the study was a HBSC questionnaire - Health Behaviours in School aged Children where the aim of the study controlled which questions were used.
  The results showed that 4,6% of pupils, or 47,4% of those who answered that they were being cyberbullied, said it happened during school hours or both during school hours and outside of school. It was also revealed that 2,2% or 44,2% of the girls said the bullying occured during school hours or both during school hours and outside of school, 2,0% or 48,3% of the boys and 0,4% or 75% amongst others. It was more common for 13 – 15 year’ olds to be both perpetrators and victims, and boys were more likely than girls to be perpetrators, since 3,3% boys and 1,5% girls use the web to bully pupils during school hours.
  This study is first of its kind, as far as known, where cyber bullying during school hours is examined both in Iceland and abroad. It gives an indication amongst which age groups cyberbullying most often occurs, if there is a big difference between the genders as victims or perpetrators and where the bullying most often takes place. The results also show if the cyber bullying only occurs during school hours, both during school hours and outside of school or only outside of school. That is why the results are a good indicator on which aspects we should focus on when dealing with and eliminating cyber bullying.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Hallgrímsdóttir.pdf784.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf29.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF