is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34081

Titill: 
  • Mikilvægi þvermenningarlegs skilnings í fjölmenningarlegu samfélagi
  • Titill er á ensku Importance of intercultural understanding in a multicultural society
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Menning er fyrirbrigði sem allir þekkja að einhverju leiti og telja sig vita hvað er. Sumir halda að sín menning sé rétthærri en önnur en geta ekki fært rök fyrir því. Menning er flókin og umvefur líf og persónu einstaklinga ásamt því að hafa áhrif á samfélagið, sama hvar í heiminum það samfélag kann að vera. Með miklum fólksflutningum á undanförnum árum hafa einsleit samfélög orðið fjölmenningarleg sem hefur leitt til menningarlegra árekstra. Til þess að fyrirbyggja og vinna með þessa árekstra þarf að þjálfa hjá nemendum þvermenningarlegan skilning (e. intercultural understanding) til að auka víðsýni og meðvitund um fjölbreytileikann og þau áhrif sem hann hefur á samfélagið. Tilgangurinn með þessu verkefni er að komast að því hvað fræðimenn segja um menningu og þvermenningarlegan skilning ásamt því að sjá hvaða hæfni aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi leggur áherslu á í tengslum við menningu. Einnig er skoðað hvað Evrópuráðið hefur gefið út um málefni tengd fjölmenningarlegri kennslu og fjallað er ítarlega um hvernig ástralska námskráin leggur áherslu á þvermenningarlegan skilning. Niðurstöðurnar sýna að aðalnámskrá grunnskóla leggur áherslu á menningu, víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðrum menningarhópum og því ættu íslenskir grunnskólar að vera að vinna samkvæmt því. Ef kennara vantar hugmyndir er til aðgengilegt efni frá Evrópuráðinu sem kemur að miklum notum ásamt því að hægt væri að innleiða svipað kerfi og Ástralía er með til þess að geta unnið markvisst að aukinni hæfni og færni nemenda í þvermenningarlegum samskiptum. Með þeim niðurstöðum sem hér eru kynntar er hægt að stuðla að jákvæðari þróun fjölmenningar í íslenskum skólum þar sem öllum menningarheimum er gert jafn hátt undir höfði og tekið er tillit til sérkenna hvers um sig.

  • Útdráttur er á ensku

    Culture is a phenomenon that everyone knows in some way and claims to understand. Some individuals think that their culture is more important than others but cannot give proper reasoning as to why. Culture is complex and surrounds the life and identity of a person while at the same time influencing the community, no matter where in the world it may be. With high migration of people in the last few years, homogenous communities have become multicultural which has led to cultural clashes. To tackle these clashes, students need to be taught intercultural understanding to increase open-mindedness, diversity awareness as well as the influences multiculturality has on the community. The purpose of this thesis is to figure out what scholars say about culture and intercultural understanding and discuss how the Icelandic National Curriculum deals with the topic. The published work of the European Council regarding culture and intercultural understanding will be examined. In addition, the intercultural understanding in the Australian curriculum will be thoroughly studied. The results show that the Icelandic national curriculum places an emphasis on culture, open-mindedness and tolerance towards other cultural groups and therefore Icelandic compulsory schools should be following suit. If teachers require ideas, there are tools from the Council of Europe which can be of great use along with adapting a system similar to the one Australia uses to be able to work systematically towards increasing student competence in intercultural understanding. These results show it is possible to promote positive development of multiculturalism in Icelandic compulsory schools where all cultures are valued and every quirk is accepted.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34081


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Salóme_Konráðsdóttir_Lokaverkefni_Final.pdf634.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Salóme Konráðsdóttir - yfirlýsing skemman.pdf31.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF