is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34082

Titill: 
 • ,,Maður getur ekki sinnt þeim eins og maður þarf að sinna þeim.“ : úrræði fyrir umsjónarkennara þegar börn af erlendum uppruna koma í bekkinn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast innsýn í starf umsjónarkennarans með það fyrir augum að skoða hvaða úrræði eru í boði fyrir hann þegar barn af erlendum uppruna kemur í bekkinn. Í rannsókninni verður reynt að varpa ljósi á þann stuðning sem í boði er í tilteknum skólum, m.a. með því að skoða móttökuáætlanir þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá skýrari mynd af því hvert umsjónarkennarar geta leitað og hvaða gögn og bjargir eru í boði fyrir þá. Erlendum nemendum hefur fjölgað gífurlega á Íslandi síðustu ár og þarf umsjónarkennari að vera vel í stakk búinn til þess að taka á móti þessum nemendum og koma til móts við þarfir þeirra.
  Fjallað er almennt um stöðu erlendra nemenda í íslensku skólakerfi og hversu mikil og ör fjölgun þeirra hefur verið síðustu ár, hvernig fjölmenningarkennsla er skilgreind og hvert íslenskir grunnskólakennarar geta sótt sér stuðning til þess að taka á móti þessum nemendum og hvaða kennslugögn þeir geta notast við.
  Tekin voru viðtöl við átta grunnskólakennara í fjórum skólum á suðvesturhorninu sem allir hafa reynslu af því að kenna börnum af erlendum uppruna. Einnig voru tekin viðtöl við móttökuaðila í hverjum skóla. Skólarnir sem tóku þátt í rannsókninni voru valdir af mér og leiðbeinendum mínum með það í huga að mikið væri af erlendum nemendum í þessum skólum. Skólastjórnendur í hverjum skóla völdu svo viðmælendur. Niðurstöður benda til þess að lítið sé um útgefin kennslugögn sem kennarar geta gengið að fyrir nemendur af erlendum uppruna og nefndu viðmælendur mínir sérstaklega fög eins og náttúrufræði, samfélagsfræði og stærðfræði. Viðmælendur telja sig fá þann stuðning sem þeir þurfa á að halda frá sínum skólastjórnendum. Viðmælendur lögðu sérstaklega áherslu á það að erlendum nemendum hefði fjölgað svo ört að móttökuáætlanir og það skipulag sem er fyrir hendi í skólunum dugaði ekki til, vandamálið væri orðið mjög stórt og beindist ekki einungis að skólanum. Margt þyrfti því að breytast að mati kennara en þó höfðu fáir þeirra tillögur að ákveðnum lausnum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to gain insight into the work of the homeroom teacher with a view of examining what resources are available to the teacher when a child of foreign origin joins the class. The study will attempt to shed light on the support offered in certain schools, among other things by examining the reception plans of the schools. The purpose of the study is to get a clearer picture of what homeroom teachers can look for and what data and resources are available to them. The number of foreign students has increased enormously in Iceland in recent years and the homeroom teacher must be well prepared to receive these students and meet their needs.
  This thesis begins with a definition of multicultural education, discusses the changing status of foreign students in the Icelandic school system, and explores the support and teaching resources available to teachers of students whose mother tongue in not Icelandic.
  Interviews were conducted with eight elementary school teachers (home room teachers) in four schools in the southwest corner of Iceland all of whom are experienced in teaching children of foreign origin. Interviews were also conducted with the staff person in each school responsible for students of foreign origin. Schools with a large number of students of foreign origin were chosen for the study. Schools administrators in those schools then chose the participating teachers.
  Results indicate that there is a shortage of teaching materials available to teachers for use with students of foreign origin, in particular in subjects such as natural science, social studies and mathematics. Although the participants said they receive the support they need from their school administrators, they were of the opinion that the number of foreign students has increased so rapidly that reception plans and the organization that takes place at school are not enough to meet these changes. Much needs to change in the opinion of the teachers, but very few of them had any suggestions for solutions.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf150.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð AO .pdf494.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna