is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34083

Titill: 
 • Lestrarhvetjandi námsumhverfi : við viljum að nemendur séu að hnjóta um bækur í skólanum
 • Titill er á ensku Creating a learning environment that encourages reading : we want students to stumble over books in school
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er sjónum beint að lestrarhvetjandi námsumhverfi íslenskra grunnskólabarna. Gengið er út frá því að mestu máli skipti: viðhorf kennara, bókmenntakennsla, bókakostur í skólastofum og skólabókasöfn. Tilgangur ritgerðarinnar er jafnframt sá að skoða hvernig þessir þættir birtast í íslenskum grunnskólum, vega og meta það sem vel er gert og ekki síður það sem betur mætti fara.
  Byggt er á rannsókninni „Íslenska sem námsgrein og kennslutunga“ sem er eigindleg rannsókn. Gagnaöflun fór fram með viðtölum, greiningu kennsluáætlana og vettvangsathugunum. Í þessu verki var stuðst við viðtöl við kennara og stjórnendur grunnskóla og jafnframt vettvangslýsingar á umhverfi og aðbúnaði í skólastofum. Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að rík ástæða er til þess að stuðla í auknu mæli að lestraránægju í lestrar- og bókmenntakennslu á öllum aldursstigum grunnskólans. Íslensk ungmenni lesa ekki nóg og það bitnar á lesskilningi þeirra. Æfingin skapar meistarann. Því meira sem nemandi les þeim mun minna þarf hann að hafa fyrir lestrinum, sem opnar leið að betri skilningi.
  Niðurstöður benda ennfremur til þess að auka þurfi vægi barna- og unglingabókmennta. Þær eru lykill að lestraránægju barna og ungmenna sem er einn helsti forspárþátturinn fyrir árangur í lesskilningi. Við bóklestur fá nemendur einnig tækifæri til þess að læra um og á samfélagið sem þeir lifa í, ásamt því að átta sig á því hvernig þeir vilja og vilja ekki vera. Kennarar eru sammála um að gildi lestrar sé mikið og leita ýmissa leiða til þess að hvetja nemendur til lesturs. Hins vegar sníður slæm staða skólabókasafna kennurum þröngan stakk. Til þess að stuðla að lestraránægju innan skólanna þurfa bókmenntir að vera sýnilegar í skólastofum á öllum aldursstigum og huga þarf að því hvort þær bækur sem nemendur lesa í skólanum höfði til þeirra. Mikilvægt er einnig að fjölga tækifærum nemenda til þess að ræða í skólastofunni um þær bækur sem þeir lesa.

 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation focuses on how to create a learning environment that encourages reading. It is argued that the factors that are most important when facilitating this environment are: teachers view, how reading and literature is taught and the inventory and appearance of books both in classrooms and in the school library. The aim of the research is to examine how these factors appear in Icelandic elementary schools, recognize what is well done and what can be improved.
  The thesis is built on the study “Icelandic as a subject and a teaching language” which is a qualitative study based on interviews, field studies and analyzing curriculums. The research in this thesis is based on interviews with elementary teachers and directives within those elementary schools gathered in the study. Descriptions of the environment and conditions in classrooms from the field studies were also examined.
  In this thesis it is argued that focusing on reading for pleasure should be highly valued when teaching literacy in elementary school. Icelandic students do not read enough, which affects their reading comprehension. Practice makes perfect. The amount of reading done by a student develops reading fluency which makes way for better reading comprehension. It is argued that the availability of books for children and young adults should be increased in their learning environment. Books that are written specifically for children or young adults are vital in getting them to read for pleasure and it has also been shown that enjoying reading has a high correlation with reading comprehension. While reading, children learn about themselves and the society that they live in. While reading they can discover more about themselves and what kind of person they want to be.
  The teachers interviewed agree that reading is of a high value and they are persistent in finding ways to encourage their students to read. However, the school libraries are badly situated which prevents teachers from creating a learning environment that encourages reading. To create a learning environment that encourages reading, books that interest students need to be visible in each classroom. Student interest and reading ability must also be considered when choosing books for teaching reading and literature to students. It is also important to increase the opportunities that students get in the classroom to discuss the books that they are reading.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lestrarhvetjandi námsumhverfi - tilbuid.pdf644.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_MargrétÓ.pdf172.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF