is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34084

Titill: 
 • „Málið er orðið fátækara af orðum“ : áhrif snjallsímanotkunar á málnotkun og orðaforða unglinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Notkun snjallsíma hefur aukist mjög í íslensku samfélagi síðustu ár og eru börn sífellt yngri þegar þau eignast slík tæki. Allflestir nemendur á unglingastigi grunnskólans eiga snjallsíma og virðist notkun tækjanna oft og tíðum ótakmörkuð og því sem næst hömlulaus.
  Gerð var eigindleg rannsókn með það að markmiði að skoða hvort snjallsímanotkun hefði haft áhrif á málnotkun nemenda á unglingastigi grunnskólans að mati kennara, foreldra og nemendanna sjálfra. Einnig var skoðað hvort fyrrgreindum hópum þætti snjallsímanotkunin hafa haft áhrif á seiglu og þrautseigju í námi sem og á félagsleg samskipti unglinga og þá hvort hópunum þætti ástæða til að setja samræmdar reglur um snjallsímanotkun í unglingadeildum grunnskólans.
  Fimm kennarar tóku þátt í rannsókninni, fimm nemendur á unglingastigi og þrír foreldrar. Allir kennararnir höfðu kennt í að minnsta kosti tíu ár og á því tímabili komið að íslenskukennslu á einn eða annan hátt. Tekin voru einstaklingsviðtöl við alla kennarana. Nemendurnir fimm sem tóku þátt í rannsókninni voru allir í 10. bekk þegar rætt var við þá. Tekið var eitt hópviðtal við alla nemendurna saman og spunnust úr því áhugaverðar umræður. Tekin voru einstaklingsviðtöl við þrjá foreldra sem allir áttu börn í unglingadeild fyrir tíma snjallsímans og svo eftir innreið snjallsímans til að kanna hvort þeir hefðu fundið mun á málnotkun barna þeirra á unglingsárum. Þau viðtöl voru þó ekki notuð í niðurstöðum því allir foreldar áttu erfitt með að meta hvort munur væri á málnotkun barna þeirra þar sem um var að ræða svo ólíka einstaklinga og ólíkt samfélagslegt net í kringum þá. Viðtalshóparnir þrír; hópur nemenda, hópur kennara og hópur foreldra, fengu hver sinn viðtalsramma og sneru spurningar að snjallsímanotkun unglinga og áhrifum hennar á málnotkun þeirra sem og á félagsleg samskipti og á seiglu og þrautseigju í námi. Að lokum voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu þörf á samræmdum reglum um snjallsímanotkun í unglingadeildum grunnskólans og þá hvernig standa ætti að slíku.
  Meginniðurstöður rannsóknar bentu til þess að aukin snjallsímanotkun síðustu ára hefði haft talsverð og neikvæð áhrif á málnotkun nemenda á unglingastigi, á seiglu þeirra og þrautseigju í námi sem og félagsleg samskipti þeirra. Þetta styður við fleiri rannsóknir á áhrifum snjallsímanotkunar á þessa þætti sem nefndar verða í fræðilegum kafla í þessu verki. Niðurstöðurnar gefa jafnframt til kynna að mikilvægt sé að huga að snjallsímanotkun unglinga nú til dags og þeirra áhrifa sem notkunin hefur á nám unglinga og félagslega þáttinn og jafnfram að þörf sé á einhvers konar reglusetningu hvað varðar notkun snjallsíma í skólastarfi á unglingastigi. Þó sé einnig mikilvægt að gleyma ekki þeim tækifærum sem snjalltækin bjóða upp á í skólastarfi en notkuninni þurfi að stýra vandlega ef vel á að takast til.

 • Útdráttur er á ensku

  The use of smartphones has increased immensely over the last few years, especially with children. Almost all teenagers have their own smartphone and there often seem to be no rules on their usage of their smartphones or on how much time they can spend on their device.
  The object of this qualitative study was to see what influence the use of smartphones has on teenagers´ use of language and their vocabulary. Five teachers, five teenagers and three parents participated in the study. All five teachers had at least ten years of teaching experience and had taught Icelandic. All teachers were interviewed individually. The teenagers that participated were all in year ten in high school when they were interviewed as a group and their discussions were very interesting. The three parents were interviewed individually, all of them had two or more children and had the experience of raising a teenager before smartphones became popular and then again when almost every teenager had a smartphone. The reason for interviewing those parents was to see if they felt a difference in their teenagers use of language and vocabulary but all of them said it was hard for them to evaluate because their children were so different individuals as teenagers and had different social network. There for those interviews were not used in the conclusion of this study. All three groups; teenagers, teachers and parents, were asked specific questions about teenagers´ use of smartphones and its influence on their use of language and vocabulary but also on social interaction and resilience and tenacity in learning. At last all groups were asked if they thought it was necessary to establish some sort of rules for all high schools on the use of smartphones at school hours.
  The main results of the study were that increased use of smartphones over the last few years had had negative effect on teenagers´ use of language, on their resilience and tenacity in learning and on their social interaction. Those results support other researches on the same subject that will be accounted for later in this thesis. The results also indicate the importance of monitoring teenagers´ use of smartphones and its influence on their learning and the social aspect and also the need to set some rules on the use of smartphones on school hours in high school. It is also important not to forget the opportunities smartphones
  provide when it comes to schooling and learning but also how important it is to carefully control the usage of the device.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Málið er orðið fátækara af orðum“ – Áhrif snjallsímanotkunar á málnotkun og orðaforða unglinga.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverkefni - yfirlýsing fyrir Skemmu.pdf176.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF