is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34085

Titill: 
 • Notað og nýtt í textílmennt : samvinna kennara um þróun verkefna til aukinnar sjálfbærni
 • Titill er á ensku Used again : sustainability and reusing textiles
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sjálfbærni og endurnýting hafa á síðari tímum fengið aukna hnattræna athygli og íslensk aðalnámskrá byggir á sex grunnþáttum, en af þeim hafa sjálfbærni og sköpun sérstaka þýðingu fyrir nám í textílmennt.
  Þessi ritgerð byggir á fræðilegri og eigindlegri rannsókn og greinir frá samstarfi um gerð kennsluefnis með áherslu á sjálfbærni og endurnýtingu í textílmennt. Tilgangur verkefnisins er að vekja áhuga textílkennara á að auka sjálfbærni og endurnýtingu textílefna í kennslu námsgreinarinnar. Auk þess vill höfundur vekja athygli þeirra á möguleikum Menntamiðju, samstarfsvettvangs á netinu um þróun skólastarfs og starfsþróun kennara, til að styðja og halda utan um verkefni af þessu tagi.
  Megináhersla ritgerðarinnar er á grunnþáttinn sjálfbærni. Greint er frá helstu áhersluþáttum sjálfbærni og fjallað um hvernig sú hugmyndafræði fléttast inn í skólastarf og textílkennslu. Fjallað er um þróun textílkennslu í grunnskólum, miðað við áherslur og þróun samfélagsins hverju sinni, frá því að fyrst var farið að kenna handavinnu í íslenskum grunnskólum og yfir í textílkennslu sem við þekkjum í dag. Fræðin sem liggja til grundvallar þessu verkefni eru um samstarf og starfsþróun kennara, sköpun, sjálfbærni og endurnýtingu í textílmennt. Í rannsókninni er leitað svara við því hvort textílkennarar hafi með sér samvinnu og hvort þeir leggi áherslu á sjáfbærni og endurnýtingu í kennslu í textílmennt. Einnig er vilji kennara til stofnunar og þátttöku í faglegri umræðu og starfsþróun um textílmennt kannaður.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestir kennarar eru að leggja áherslu á sjálfbærni og endurnýtingu í textílkennslunni og miða kennsluverkefni við þær áherslur sem aðalnámskrá grunnskóla setur fyrir grunnþáttinn sjálfbærni. Einnig kom í ljós að flestum textílkennurum finnst þeir ekki hafa aðgang að nægu kennsluefni fyrir textílkennsluna og mikill undirbúningstími fer í að útfæra kennsluefni fyrir hana. Flestir viðmælendanna myndu því geta hugsað sér að nýta sér aðgang að rafrænum vettvangi til samvinnu og starfsþróunar í textílmennt.
  Unnið er með niðurstöður rannsóknarinnar með því að taka saman hugmyndir að kennsluverkefnum um endurnýtingu í textílkennslu og þær birtar á Textíltorgi Menntamiðju http://textiltorg.menntamidja.is/. Vettvangurinn verður kynntur fyrir textílkennurum með því að setja inn ábendingu inn á facebook síðu textílkennara https://www.facebook.com/groups/350264749036/ þar sem textílkennarar verða hvattir til að kynna sér vettvanginn og nýta sér hann. Einnig verður sendur tölvupóstur á alla grunnskóla landsins þar sem vakin er athygli á vettvanginum og kennarar hvattir til að kynna sér hann frekar.

 • Útdráttur er á ensku

  Sustainability and recycling have recently received increased global attention and the Icelandic core curriculum is based on six basic pillars of education, of which sustainability and creativity have considerable importance in the study of textiles. This thesis is the result of research and collaborative creation of instruction materials with teachers in the field, with emphasis on sustainability and recycling in textile education.
  The main emphasis in the thesis is on sustainability. The main elements of sustainability are explained and how that ideology impacts education and consequently the textiles curriculum. The evolution of textiles studies in compulsory schools in Iceland is traced from its earliest days to its present situation. Professional development and collaboration, creativity, sustainability and recycling are other key subjects of this thesis. The theory on which this research is based touch upon concepts such as collaboration and professional development, creativity, sustainability and recycling in textile studies. The research inquires if textile teachers collaborate and if they put weight on introducing sustainability and recycling in textile studies. Also, it
  enquires about their participation in professional discussion and professional development activities.
  The results of the research revealed that most teachers are emphasizing
  sustainability and recycling in the study of textiles, and aiming for teaching projects under the priorities set by the National Curriculum Guide for education in Icelandic schools, on the basic elements of sustainability. It was also found out that most textile teachers do not think that they have access to sufficient teaching materials for teaching textile studies. Most of the interviewees wold therefore be able to make use of access of an electronic platform for collaboration and career decelopment in textile studies.
  The results of the research and collaboration with the teachers have been utilized to develop instructional materials involving recycling of textiles that are presented and published on Textíltorg (Textiles Plaza) on Menntamidja (Education Plaza). The purpose is to encourage textiles teachers to add teaching and learning materials on sustainability and recycling to their school curricula and to share them on Menntamiðja. The intention is also to bring the Educational Plaza to their attention and to encourage them to use it for professional development and collaboration.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34085


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notað og nýtt í textílmennt - Skil.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna .pdf584.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF