Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34086
Greinagerð þessi fjallar um hvernig nemendavinnubækur gætu nýst í leiklistarkennslu á miðstigi grunnskóla, nánar tiltekið 4. og 5. bekk. Hvernig kennsluaðferðir leiklistar geta stutt við nám nemenda á ólíkum sviðum ásamt því að efla og styrkja sjálfsöryggi þeirra. Farið er yfir gildi þess að hafa nemendavinnubækur í leiklist, rætt um hvaða tilgangi þær þjóna og hvort þörf sé á þeim. Sóttur er innblástur í fræði Elliot Eisners, John Deweys, Howard Gardners, Ken Robinsons, Daniel Golemans, Mihaly Csikszentmihalyi, Albert Bandura, Ann Bamford, Anna Craft og annarra fræðimanna sem hafa haft áhrif á hugsun manna um menntakerfi.
Með greinargerðinni fylgir nemendavinnubók í fjórum köflum sem hver um sig leggur áherslu á mismunandi þætti. Fyrsti kafli heitir Ég sjálf/ur og leggur áherslu á núvitund og að vera meðvituð/meðvitaður í eigin líkama, annar heitir Vinátta, þar er unnið með sjálfstraust nemenda, samvinnu og hvernig hægt er að hjálpast að við að láta öllum líða vel. Þriðji kafli ber heitið Gleði og sorg, í honum er áhersla lögð á að nemendur njóti augnabliksins og læri að það er mikilvægt að styrkja samnemendur sína í gegnum hvers kyns áföll eða sorgir sem þeir lenda í á lífsleiðinni. Fjórði og síðasti kaflinn heitir Fjölbreytileikinn, í honum er lögð áhersla á að öllum sé velkomið að hafi mismunandi skoðanir, óháð aldri, útliti, skoðunum, menningu og fleiru. Í henni er áhersla lögð á að bera virðingu fyrir samnemendum og öðru fólki.
Í nemendavinnubókinni eru sögur og verkefni sem nemendur eiga að fylgja, þeir eiga að fylla inn í sögurnar með því að botna þær, leysa vandamál, svara spurningum og fleira, annaðhvort í samvinnu eða sjálfstætt. Höfundur vonar að þessi nemendavinnubók eigi eftir að auðvelda starfandi kennurum að taka að sér leiklistarkennslu með nemendahópi. Hún er létt í meðförum og reynt var að hafa leiðbeiningar þannig að auðvelt væri að fara eftir þeim.
In this article it is discussed how student workbooks can be utilized in teaching students 8-12 years old drama in primary schools. How the teaching methods of drama can support student learning in various areas, as well as build up their self-esteem and confidence. The article reviews the value of having student workbooks in drama education, as well as it is discussed what purpose they’d serve and whether they are needed. The writing is influenced by the educational theories of: Elliot Eisner, Howard Gardner, Daniel Goleman, Ken Robinsson, John Dewey, Mihaly Csikszentmihalyi, Albert Bandura, Ann Bamford, Anna Craft, and others who have influenced the concept of education throughout the ages.
Along with the article, there is a student’s workbook in drama in four sections, each of which emphasizes different aspects. The first chapter called “Myself” emphasizes on; being conscious of one’s own body and gain mindfulness. The second chapter called “Friendship”, focuses on student’s cooperation, teamwork and collective well being of the group. In the third chapter called “Joy and grief”, the emphasis is on enjoying the moment and finding joy in the environment and people around. The students learn to support each other during hard times and grief. The fourth and final chapter called “Diversity”, emphasizes that everyone should be allowed to have their own opinion, regardless of age, appearance, belief, culture etc. The whole workbook focuses on respect for others, regardless of the situation.
The workbook contains stories and projects that the students will need to fill in and complete, solving all kinds of problems either in a group or independently. The author hopes that this workbook will make it easier for current teachers to teach drama to student groups, the instructions can be easily followed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hulda Gudlaugsdottir.pdf | 44.17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
hulda_gudlaugsd_yfirlýsing.pdf | 76.64 kB | Lokaður | Yfirlýsing |