Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34087
Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hvort og þá hvernig tónmenntakennarar í íslenskum grunnskólum notast við fjölmenningarlega tónlist í kennslu. Rannsóknin byggir á viðtölum við starfandi tónmenntakennara og er athyglinni einkum beint að áherslum þeirra í kennslu, m.a. með tilliti til þess hvaðan þeir nálgast kennsluefnið, jafnframt því sem reynsla þeirra og viðhorf af fjölmenningarlegri tónlist eru krufin. Einnig er sjónum beint að ávinningi þess að nota fjölmenningarlega tónlist í tónmenntakennslu sem byggist m.a. á því að styrkja umburðarlyndi, skilning og virðingu nemenda fyrir menningarlegum og tónlistarlegum fjölbreytileika.
Rannsókninni er ætlað að opna umræðu um þátt fjölmenningarlegrar tónlistarkennslu hér á landi. Hugmyndafræðin á bak við fjölmenningarlega kennslu byggist á því að öll börn hafi jafnan rétt til náms, óháð kyni, kynþætti, tungumáli, samfélagsstöðu og menningarlegum bakgrunni. Markmið hennar er einnig að börn þroski með sér meðvitund, virðingu, þekkingu og umburðarlyndi gagnvart fjölbreyttum samfélagsgerðum. Fjölmenningarleg tónlistarkennsla fagnar menningarlegum fjölbreytileika með söng, hljóðfæraleik og hlustun á tónlist frá ólíkum menningarheimum.
Rannsóknin er viðtalsrannsókn framkvæmd með aðferðum fyrirbærafræðinnar (e. phenomenology). Þátttakendur eru fimm tónmenntakennarar sem valdir voru út frá markvissu hentugleikaúrtaki, en leitast var við að endurspegla stétt tónmenntakennara m.a. með tilliti til kynferðis og starfsreynslu.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur nota fjölmenningarlega tónlist að einhverju leyti í kennslu. Þeir töldu allir mikilvægt að miðla fjölmenningarlegri tónlist og sögðu að þeir myndu vilja að gera það oftar. Nefnt var að nemendur væru alltaf áhugasamir um fjölmenningarlega tónlist ef efnið væri rétt framsett og kennari væri búinn að kynna sér það vel. Ávinning fjölmenningarlegrar tónlistarkennslu töldu þátttakendur m.a. vera að hún víkki sjóndeildarhring nemenda enda auki hún áhuga á því sem framandi er, efli umburðarlyndi, opni huga þeirra og sé til þess fallin að draga úr fordómum.
The aim of this study is to shine a light on how music teachers in Icelandic elementary schools use multicultural music in the classroom. The study is based on interviews with active music teachers with an emphasis on understanding their teaching methods in the classroom, where they access teaching materials and to explore their views and experience with multicultural music. I place particular focus on the benefits of using multicultural music in music education and its role in increasing students tolerance, understanding and respect for cultural and musical diversity.
This study is meant to begin a dialogue on the role of multicultural music education in Iceland. The ideology behind multicultural education is based on children's equal rights to an education regardless of gender, race, language, social status or cultural background. The aim is also for children to develop an awareness, appreciation, knowledge, and tolerance towards diverse societal constructs. Multicultural music education celebrates cultural diversity through singing, playing and listening to music from different cultures. The study is based on interviews and the methodology of phenomenology. The participants are five musical educators that were chosen from an intentional convenience sample. An effort was made to reflect the profession of music teachers regarding gender and occupational experience.
The results of the study showed that the respondents use multicultural music as a teaching tool to some extent. All interviewees thought it was important to use multicultural music and said they would like to do so more often. It was noted that students are always interested in multicultural music if the material is presented in the right manner and the teacher has thoroughly familiarized her/himself with it. Participants believed that the advantages of multicultural music education were that it expanded the student's worldview as it increases tolerance, interest in what is unfamiliar, opens student's minds and decreases prejudice.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Margret_Ran_Thorbjornsdottir.pdf | 587.31 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Spurningarlisti.M.Ed.pdf | 40.98 kB | Opinn | Spurningalisti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf | 80.09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |