is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34088

Titill: 
 • Að læra að vera önnur manneskja : félagslegur ávinningur söngleikjaþátttöku
 • Titill er á ensku To learn to be another human being : social benefits of musical participation
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknar var að skoða félagslegan ávinning söngleikjaþátttöku og mikilvægi söngleikjaforms sem óhefðbundins náms þar sem listgreinarnar tónlist, leiklist og dans eru sameinaðar undir einum hatti. Þá var rannsakað hvaða áhrif söngleikjaþátttaka hafði á félagskvíða hjá nemendum með áherslu á frammistöðukvíða. Jafnframt voru sameiginleg markmið listgreinanna, tónlist, leiklist og dans, könnuð og margskonar færni sem nemendur öðlast í gegnum þær með áherslu á áhrif á félagsþroska nemenda. Rannsóknarspurning var: Hvaða áhrif hefur söngleikjaþátttaka á félagsfærni og sjálfsmynd hjá unglingum?
  Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem viðtöl voru tekin við unglinga í grunnskóla sem tóku þátt í söngleik. Þá voru dagbókarfærslur rannsakanda einnig hluti af gögnum sem og reynsla hans á vettvangi. Niðurstöður sýna að óhefðbundið nám innan söngleiks er mikilvægur vettvangur til þess að efla félagsfærni nemenda. Jafnframt hefur söngleikjaþátttaka góð áhrif á félagskvíða og eflir samskiptafærni nemenda. Allir þátttakendur í viðtölum greindu frá því að söngleikjaferlið hefði hjálpað þeim að tengjast hverjum öðrum. Þeir félagskvíðnu sögðu að í gegnum ferlið hefði kvíðinn minnkað og hjálpað þeim við að tjá sig við samnemendur sem og eflt sjálfstraust þeirra.
  Niðurstöðurnar eru mikilvægar til þess að sýna fram á hversu nauðsynlegt er að efla óhefðbundið nám og listgreinar, til þess að efla félagsfærni og sjálfstraust nemenda. Jafnframt skipta þær máli til þess að hjálpa félagskvíðnum nemendum þar sem félagskvíði byggir meðal annars á félagslegri fullkomnunaráráttu sem lýsir sér helst á þann veg að nemendur eru hræddir við að gera „samskiptamistök“. Söngleikur, þar sem eiga sér stað gríðarleg samskipti, er því gagnlegur jafnt sem krefjandi vettvangur fyrir þá félagskvíðnu. Rannsóknin er gagnleg öllum þeim sem starfa innan grunnskóla og með börnum og unglingum og er því mikilvæg fyrir skólasamfélagið, sérstaklega einstaklinga sem eru utanveltu félagslega og finna sig gjarnan í skapandi heimi listgreina.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the research was to investigate the social benefits of musical participation and the importance of musical form as a non-traditional learning, in which the art forms of music, drama and dance are treated as one whole. Research was conducted regarding the impact of musical participation on those who suffered from social anxiety, focusing on performance anxiety. At the same time, common goals of the art forms, music, drama and dance, were explored, along with the various skills that students acquire through them, with an emphasis on the impact on pupils' social development. The research question was: What are the effects of participation in a school musical on social skills and self perception of adolescents?
  This was a qualitative interview study in which interviews were conducted with teenagers in an elementary school who participated in a musical. The investigator's journal entries were also part of the data as well as his experience in the field. The results show that non-traditional learning within a musical is an important platform for enhancing students' social skills. Furthermore, musical participation has positive impact on social anxiety and enhances students' communication skills. All interviewees reported that the musical process had helped them forge connections with each other. Those students who experienced anxiety said that throughout the process, the anxiety had diminished and that it had helped them express themselves to fellow students, enhancing their self- confidence. The results clearly demonstrated the necessity of non- traditional learning and arts in enhancing students´ social skills and self- confidence. At the same time, it is important to help students who suffer from social anxiety, where as the base of social anxiety is ,,social perfectionism“, which is best described by the fact that students are afraid to fail during communication with other people. Musical- based projects, in which there is considerable social interaction, is therefore useful as well as a challenging platform for those who suffer from social anxiety disorder. The study is useful to all those who work in primary and secondary education and is therefore important to the school community, especially those who are socially excluded and often find themselves in the world of creative arts.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólveig Þ. MA ritgerð .pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf954.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF