is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34089

Titill: 
  • Hugum að dýrasiðfræði : siðferðileg álitamál og gagnrýnin hugsun í kennslu unglinga í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðalmarkmiðið með þessu verkefni er að útbúa kennsluefni í dýrasiðfræði ætlað nemendum í 8.-10. bekk. Verkefnið er í tveimur hlutum. Fyrst er fræðileg greinagerð sem er jafnframt efni ætlað kennurum þar sem fjallað er um réttindi og viðhorf til dýra, tilfinningar þeirra og vitsmunagetu og áhrif mannsins á eyðileggingu búsvæða og þar með útrýmingar lífvera. Ýmis sjónarmið eru færð fyrir því hvernig er rétt að fara með dýr og búsvæði þeirra. Í kjölfarið er fjallað um kennslu siðferðilegra álitamála, mikilvægi kennslunnar, áherslur í lögum og Aðalnámskrá grunnskóla og hvernig er best að kenna álitamál í grunnskóla. Því næst er fjallað um samband okkar við dýr og hvernig við nýtum þau okkur til gagns. Þar verða ræddir kostir og gallar þessa sambands fyrir bæði menn og dýr og bent á af hverju meðferð dýra er svona mikið álitamál. Að lokum er stiklað á stóru um hvaða áhrif við mennirnir höfum á dýr í þeirra náttúrulega umhverfi vegna ofnýtingar búsvæða og mengunar.
    Í seinni hlutanum er verkefnaheftið með kennsluleiðbeiningum og tillögum að námsmati. Þar er sjónum beint að dýrasiðfræði, þar sem nemendur beita gagnrýnni hugsun til að leggja mat á meðferð manna á dýrum. Í verkefnaheftinu eru níu viðfangsefni. Í hverju tilviki er rætt um viðfangsefni sem felur í sér siðferðilegt álitamál með því að skoða ýmsar hliðar málsins sem nemendur hafa kynnt sér áður. Nemendur nota umræður og gagnrýna hugsun til að mynda sér skoðun og komast að niðurstöðu um hvað best sé að gera. Kennsluefnið var prófað á tveimur hópum í 9. bekk. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar: (1) Breytist afstaða nemenda til dýra og velferðar þeirra við það að kynna sér og ræða málefni þeirra? (2) Hvernig var upplifun nemenda af verkefninu? Í upphafi kennslu voru nemendur spurðir hvað þeir vita og hvað þeim fannst um viðfangsefnið til að kanna forþekkingu þeirra og hvort þeir hefðu skoðun á viðfangsefninu. Að kennslu lokinni fengu nemendur fleiri spurningar- hvort þeir vissu meira um viðfangsefnið, hvort þeir hefðu myndað sér skoðun eða breytt um skoðun og hvernig þeim þætti að vinna verkefni sem þetta. Niðurstöður úr svörum nemenda voru á þann veg að lang flestir nemendur höfðu jákvæða upplifun af kennslunni og höfðu myndað sér sterkari skoðun á málefninu að kennslu lokinni. Þetta rímar vel við þá áherslu sem lögð er á kennslu siðferðilegra álitaefna og gagnrýnnar hugsunar í núgildandi Aðalnámskrá grunnskóla. Einnig sýnir það fram á mikilvægi þess að kenna nemendum að kynna sér álitaefni út frá öllum hliðum og mynda sér skoðun ásamt því að draga álitaefni í dýravelferðarmálum fram í sviðsljósið.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective is to produce teaching material on animal ethics meant for students in 8th - 10th grade. The project is in two parts. The first part is theoretical which includes material meant for teachers and discusses animal rights and our attitude towards animals, their emotial life and intelligence and human influence on extinction of animal species. Different points of views are brought forward on how is best to treat animals and their habitat. Following that teaching ethical issues is addressed, the importance of it, emphasis in law and the main curriculum of elementary schools and how it is best to teach ethical issues in elementary schools. Next human relationship with animals is discussed and how animals are used to our advantage. The pros and cons of that relationship for both humans and animals are discussed with an emphasis on why our treatment of animals is such a controversial matter. Finally we look lightly at the influcense humans have on animals in their natural habitat by using and polluting their habitat.
    The second part contains the project book with teaching instructions and suggestions for student evaluation. There we focus on animal etics, where students use critical thinking to evaluate human treatment of animals. In the student booklet nine projects are explained where students tackle different subjects of animal ethics. In each one they will discuss the subject as an ethical dilemma by evaluating different sides. Students will then use discussion and critical thinking to form an opinion and reach a conclusion on what is the best course. The teaching material was tried on two 9th grade groups.Two research questions were asked. They were: (1) Did the students opinions to animals and their welfare change by learning and discussing about their life and characteristics? (2) How did the students perceive the project? In the beginning students were asked what they know and what they think about the subject to grasp their knowledge beforehand and if they had an opinion on the subject. After the teaching sessions they got more questions- if they knew more about the subject, if they had formed an opinion or changed their opinion and what their thoughts about a subject like this were. The results from their answers showed that most students had a positive experience of the project and had formed stronger opinions about the subject after the sesson. That fits well with the emphasis that is recommended in teaching ethics and critical thinking in the main curriculum of elementary schools. It also shows us the importance of teaching students subjects like these from all sides which they can base their opinions on as well as shining a light on animal welfare.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - Halldóra Lind.pdf282.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hugum að dýrasiðfræði - Halldóra Lind Guðlaugsdóttir.pdf2.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna