en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34091

Title: 
  • Title is in Icelandic „Að þau öðlist skilning er aðalatriðið, til þess erum við að þessu“ : hugmyndir og reynsla nokkurra kennara á miðstigi grunnskóla af kennslubókum í náttúrufræði
  • “It’s essential that they understand” : the experiences of middle-school teachers with using textbooks in teaching the natural sciences
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að athuga hugmyndir og reynslu nokkurra kennara á miðstigi grunnskóla af kennslubókum í náttúrufræði. Markmiðið var að auka þekkingu á því hvernig þessir kennarar nota kennslubækur í náttúrufræði, það er á hvaða hátt og hvers vegna. Kannað var hvaða kennslubækur kennararnir notuðu í kennslu sinni og hvaða kosti og galla þeir sáu á þeim. Eigindlegum aðferðum var beitt í rannsókninni þar sem fylgst var með kennslustundum í náttúrufræði hjá sex kennurum og tekin opin hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við þá. Valdir voru kennarar sem höfðu ólíkan bakgrunn og menntun og voru líklegir til að nota kennslubækur með mismunandi hætti. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennararnir hjálpuðu nemendum að öðlast áþreifanlega reynslu af viðfangsefnum kennslubókanna meðal annars með verklegum athugunum. Kennararnir sögðust gjarnan finna tillögur að verklegum athugunum í kennslubókum, verkefnaheftum og á Netinu. Þeir notuðu umræður til að hjálpa nemendum að draga merkinguna út úr textanum. Kennararnir höfðu ólíka sýn á hlutverk kennslubókanna, hvernig þeir notuðu kennslubækurnar á fjölbreyttan hátt og hvernig þær studdu þá í kennslu sinni. Útgefnar kennslubækur frá Menntamálastofnun voru notaðar: Auðvitað bókaflokkurinn, Líf á landi, Lífríki í sjó, Líf í fersku vatni og Maðurinn: hugur og heilsa. Kennararnir tóku ekki ákvörðun sjálfir hvaða bækur ætti að kenna en völdu úr efninu og lögðu auk þess til annað kennsluefni. Kennararnir voru almennt ánægðir með bókaflokkinn Auðvitað. Að mati kennaranna voru bækurnar skemmtilegar og fjölbreyttar, textinn viðráðanlegur og efni þeirra og myndir tengdust daglegu lífi nemenda. Bækurnar hvöttu til umræðna og gáfu hugmyndir að verklegum athugunum. Flókinn orðaforði gerði sumum kennurum erfitt fyrir. Oftast voru kennararnir óánægðir með kennslubókina Líf á landi og sögðu textann vera langan og erfiðan. Bókin væri gamaldags, þurr og leiðinleg. Myndskreytingar voru nefndar sem helsti kostur bókarinnar. Textarnar sem unnið var með í kennslustundum voru úr kennslubókunum og af Netinu. Kennararnir voru sammála um að það vantaði upp á skilning nemenda á orðum og hugtökum í textum kennslubókanna. Þeir notuðu því ýmsar kennsluaðferðir svo sem hugtakakort, orðaskjóður og umræður í vinnu með textana. Ólíkur bakgrunnur og reynsla kennaranna virtist hafa áhrif á viðhorf þeirra til notkunar kennslubókanna. Mikilvægt er að mæta þörfum kennara með fjölbreyttu námsefni og með því að endurskoða og síðan endurútgefa eldri bækur. Aukin þekking á hugmyndum og reynslu kennara gefur höfundum námsefnis mikilvægar upplýsingar og stuðlar vonandi að bættri námsefnisgerð.

  • This thesis examines the experiences and practices of middle-school teachers with using textbooks to teach the natural sciences. Following qualitative methods, the research involved observing six teachers, purposefully sampled for their diversity in background, education and textbook usage, as each taught a lesson in the natural sciences. Later, in individual semi-structured interviews, teachers were asked about how and why they chose the textbooks that they use. The findings reveal that the teachers use the textbooks to help students to contextualise the lessons taught, often with practical examples, as well as for consultation, along with assignments and websites, to support their pedagogical practice. Although all indicated hosting discussions to help their students to understand the textbooks, they voiced different ideas about the role of textbooks in teaching and implemented them in diverse ways in their work. Regarding why they use certain textbooks—most were published by Iceland’s Department of Education, including from the Auðvitað series, Líf á landi, Lífríki í sjó, Líf í fersku vatni and Maðurinn: hugur og heilsa—the teachers stated being unable to choose which books they taught but permitted to choose which chapters to focus on and to freely use other school materials as well. The teachers expressed being relatively happy with books in the Auðvitað series, which they considered to be entertaining, diverse, accessible and applicable to their students’ daily lives. They also believed that the books encouraged discussions and inspired new ideas for students to apply in completing practical assignments. Although some teachers complained of their textbooks’ complicated language, they were most unhappy with the book Líf á landi, which they considered to be overly long and difficult, if not also old-fashioned, dry and dull, and remarkable for its illustrations above all else. Other texts that they used in class were taken from other textbooks and websites. At the same time, the teachers agreed that students lack a basic understanding of words and terms in school-issued textbooks, and to motivate students to read, they frequently employed idea bubbles, played mixed word games and held discussions. The diverse backgrounds and experiences of the teachers seem to affect how they use the textbooks. The finding stress the importance of supplying teachers with a range of textbooks, including republished ones, and that greater knowledge of the experiences of middle-school teachers with using textbooks to teach the natural sciences can guide textbook authors and serve to improve the quality of textbooks used in classrooms.

Accepted: 
  • Jun 24, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34091


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Halldóra Snorradóttir.pdf796.24 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Lokaverkefni-yfirlýsing.jpg126.6 kBLockedYfirlýsingJPG