is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34092

Titill: 
 • ,,Sameiginlega reynslan sem maður eignast með krökkunum er svo dýrmæt og maður getur alltaf vitnað í hana‘‘ : reynsla og viðhorf náttúrufræðikennara til útikennslu
 • Titill er á ensku “The common experience you gain with the students is so precious and you can always refer to it'' : Experience and perspectives of natural science teachers toward outdoor education
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útikennsla er nálgun í kennslu sem hefur verið að færast í aukana nýlega. Rannsóknir hafa sýnt að útikennsla getur haft jákvæð áhrif á viðhorf nemenda til náttúrunnar, stuðlað að betri námsárangri og meiri hreyfingu. Markmið með rannsókn þessari er að kanna reynslu og viðhorf náttúrufræðikennara til útikennslu og komast að því hvers vegna þeir kjósa að nýta sér þessa nálgun í kennslu og hvort þeir telji hana vera líklega til árangurs. Ætlunin er að fanga hvað það er sem þeim finnst áhugavert og jákvætt við útikennslu en einnig hvað það er sem hindrar þá hvað mest í að nota þessa nálgun í kennslu. Annað markmið er að auka umræðu um þessa nálgun í kennslu meðal kennara.
  Rýnt var í reynslu og viðhorf sex náttúrufræðikennara á mið- og unglingastigi. Tekin voru opin, hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við sex náttúrufræðikennara sem hafa reynslu af að nota útikennslu í umfjöllun um náttúrufræði. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að náttúrufræðikennararnir höfðu almennt jákvæð viðhorf til útikennslu. Þeir nýttu sér þessa nálgun í kennslu vegna þess að þeim fannst hún hafa jákvæð áhrif á virkni og áhuga nemenda á náttúrufræði. Einnig vakti útinámið áhuga nemenda á viðfangsefnunum. Þeim fannst útinámið gefa nemendum sem oft eiga erfitt annars staðar tækifæri á því að blómstra í nýju ljósi og mæta samnemendum sínum á jafningjagrundvelli. Kennararnir töldu að nemendur hreyfðu sig meira með útikennslunni. En ýmsar hindranir geta staðið í vegi fyrir því að hún sé notuð í meira mæli en raun ber vitni. Kennurunum fannst tímaskortur, reynsluleysi, veðurfar, kostnaður og öryggisstaðlar vera aðalhindranirnar. Þeir fengu stuðning samkennara, nemenda og foreldra varðandi útikennsluna en fannst mikilvægt að hvatning og stuðningur skólastjórnenda væri einnig til staðar og töldu sig fá hann. Kennurunum fannst lítil hjálp í aðalnámskrá hvað þetta varðar, þar sem hún var álitin loðin og óskýr. Þeir vildu fá frekari stuðning þar sem útikennsla væri fléttuð meira inn í námsefnið og boðið væri upp á fleiri námskeið fyrir kennara.

 • Útdráttur er á ensku

  Outdoor education is a teaching approach that has been increasingly used recently. Studies have shown that outdoor education can have a positive effect on the student’s perspective toward nature and contributes to better academic achievements and to more physical activity. The objective of this study is to explore the experience and perspectives of natural science teachers toward outdoor education and find out why they chose to use this approach in education and if they think that this method is likely to succeed. The intention is to capture what it is that they find interesting and positive about outdoor education but also what it is that hinders them most from using this approach when teaching. Another objective of this study is to increase discussion about this approach in teaching among teachers. The experience and perspectives of six natural science teachers who teach grades four to ten in Iceland were examined. Open, semi-structured individual interviews were conducted with these six natural science teachers experienced in using outdoor education when discussing natural science. The main results of the study were that the natural science teachers had a positive perspective in general toward outdoor education. They used this approach in teaching because they felt that outdoor education had a positive effect on the activity and the interest of the students in natural science. Outdoor education also stimulated the student‘s interest in the subjects. The teachers found that the outdoor lessons gave those students who often had trouble elsewhere, the chance to blossom in a new light and meet their co-students on a peer level. The teachers thought that the students were more physically active when engaged in outdoor education. However, various obstacles can stand in the way of outdoor teaching being used more than it is. The main hindrances, according to the teachers, are a shortage of time, a lack of experience, unpredictable weather, expenses and security standards. The teachers felt the support of their fellow teachers, students and parents regarding outdoor education. They thought it was important that the encouragement and support of the school directors was present and they felt that this was indeed the case. The teachers thought there was little support in the Icelandic national curriculum guide because it is obscure and unclear. They would like further administrative support where outdoor teaching would be more intertwined with the curriculum and that more seminars on the method would be available for teachers.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Konný Björg Jónasdóttir.pdf814.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni yfirlýsing.pdf75.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF