is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34093

Titill: 
 • Skólahald í skjóli jökla : skólahald í Austur-Skaftafellssýslu 1900-1960
 • Titill er á ensku Education sheltered by glaciers : education in Austur-Skaftafellssýsla 1900-1960
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um skólahald í Austur-Skaftafellssýslu á árunum 1900 til 1960 og reynsla einstaklinga sem voru í skóla þar á þessum tíma skoðuð. Rannsóknarspurningar sem hafðar voru að leiðarljósi voru: Hvernig þróaðist skólahald í Austur-Skaftafellssýslu frá aldamótum 1900 til 1960, hvernig samræmdist það lögum og reglum um skólahald á tímabilinu og hver var munurinn á milli hreppa? Hvernig var reynsla og upplifun nemenda af skólagöngu, og nýttist þessi fræðsla sem þeir fengu í skólanum þeim síðar í lífinu? Þátttakendur í rannsókninni voru sex, tekin voru viðtöl og var því rannsóknin eigindleg. Viðmælendur eru fæddir á ólíkum stöðum og voru nemendur ýmist í farskóla eða föstum skóla. Elsti viðmælandinn er fæddur árið 1923 og sá yngsti árið 1951. Að auki eru fimm viðtöl við einstaklinga fædda á árunum 1911−1922 sem fundust á Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu. Þau voru nýtt sem viðbót við viðtöl sem rannsakandi tók og verða þau notuð í ritgerðinni.
  Nýttar voru ritaðar heimildir um skólasögu landsins og sýslunnar. Auk þess var leitað til Héraðsskjalasafns Austur-Skaftafellssýslu og þar fundust margar heimildir sem notaðar voru í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknar sýna að allt til ársins 1937 var farskólahald eina fræðsluformið í sýslunni en þá var fyrsti fasti skólinn stofnaður á Höfn. Farskólahald var áfram í hinum hreppum sýslunnar. Farið var eftir lögum og reglugerðum um skólahald í sýslunni. Austur-Skaftfellingar nýttu sér í miklum mæli undanþáguákvæði varðandi skólagöngu yngstu barna sinna. Ástæðan var að á barnmörgum heimilum höfðu foreldrar oft ekki efni á að missa vinnuaflið sem börnin voru. Einnig þurftu foreldrar að borga fyrir ritföng og höfðu því ekki efni á að kosta þau öll til skóla. Samgöngur voru líka erfiðar og í sumum tilvikum hættulegar. Líkt og annars staðar á landinu voru börn sem sóttu farskóla mun skemur í skóla en þau sem voru í föstum skóla. Viðmælendur mínir minnast þessara ára með ánægju og eru þakklát fyrir þá kennslu sem þeir fengu. Fyrir sumum lá fyrir frekara nám en öðrum vinna. Tíðarandinn í sýslunni breyttist með tíð og tíma en reynsla viðmælenda rannsakanda gefur ákveðna og góða sýn á hvernig skólastarf var frá 1920 til 1960. Menn reyndu hvað þeir gátu að ráða góða kennara til að kenna nemendahópnum en helsta vandamálið var finna hentugt húsnæði undir kennsluna. Einnig voru samgöngur erfiðar og reyndist oft þrautin þyngri fyrir kennara að fara á milli hreppa. Þar sem viðmælendur rannsakanda hafa áhugaverða reynslu og frásagnir frá þessum tíma er vel við hæfi að skrá minningar þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research paper was to study schools in Austur-Skaftafellssýsla in the years 1900-1960, and what the experience was of the people who were at school at this time. These research questions were formulated: How did school activity in Austur-Skaftafellssýsla develop from 1900 to 1960, how did that correspond to education laws and regulations of that time, and what was the difference between the districts? What was the experience of students from their schooling and was the education they received useful later in life? Participants in the study were six, interviews were taken and the study was qualitative. The interviewees were born in different periods within the district, and they were either in a ambulatory school or in a permanent school. The oldest correspondent was born in the year 1923 and the youngest in 1951. In addition, five interviews with individuals born in the years 1911−1922 found in the District Archives of Austur-Skaftafellssýsla were used in this research. Written sources of the history of the country and the county were used. The results of the study show that the only option of primary education was in the form of ambulatory school in the county until 1937, when the first permanent school was founded at Höfn, but the ambulatory schooling was still used in the other districts. Education laws and regulations were complied with in the county. Residents in Austur-Skaftafellssýsla frequently sought derogation from regulations regarding schooling for their youngest children. The reason was that families could not afford losing the work force that the children were. Moreover, parents needed to pay for stationery and thus could not afford schooling for all their children. To travel between places was difficult and in some occations even dangerous. Children who went to ambulatory school were in school for a shorter time than children who attended a permanent school which was also the case in other parts of the country. The interviewees were given a lengthy study time, but together they were 24 weeks in ambulatory school, the younger ones were given a longer period of time, as they attended a permanent school at Höfn. The morality in the county changes over time, but the experience of the interviewees gives a definite and good view of schooling from 1920 to 1960. People tried to employ good teachers to teach the student group, but the main problem was finding suitable housing for the purpose. Since the participants in this research have interesting experiences and stories to tell from this time, it is well suited to report their memories. The interviewees remember these years with pleasure and are grateful for the education they received. Some of them moved on to higher education while others began to work.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OlofOskSverrisdottir_Skolahald_i_skjoli_jolka_1900_1960.pdf4.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_OlofOskSverrisdottir.pdf195.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF